Vilja Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu 29. mars 2009 18:24 Samfylkingin vill fleiri konur í lykilstöður, að ríkið eigi ráðandi hlut í einum banka, fækka ráðuneytum og Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Þetta kom fram í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur nýs formanns flokksins nú síðdegis. Tillaga um að skipta tjóni vegna verðbólgu milli skuldara og lánveitenda var samþykkt. „Hagsmunir okkar og hugsjónir snúast um að sækja fram, til meiri jafnaðar, sanngirni og réttlætis fyrir okkar fólk.Stefna okkar er skýr við viljum innsigla sáttmála við þjóðina um ný gildi á traustum grunni jafnaðarstefnunnar," sagði Jóhanna í ræðu sinni. „Í fyrsta lagi ætlum við að tryggja að velferðarsamfélagið virki í þágu allra þjóðfélagshópa. Í öðru lagi viljum við treysta stöðugleika og grundvöll atvinnu- og efnahagslífsins á Íslandi og í þriðja lagi stefnum við að því að íslenskur almenningur og atvinnulífið fái notið sambærilegra kjara og þekkjast hjá helstu viðskiptalöndum okkar -með því að ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu." Jóhanna sagði að Samfylkingin vilji skýrar leikreglur og auka gegnsæið í þjóðfélaginu til að bæta siðferðið. „Við viljum jafnræði á öllum sviðum, við viljum auka áhrif launafólks í atvinnulífinu, við viljum standa vörð um kjör lífeyrisþega og láglaunafólks, við viljum auka þátttöku allra þjóðfélagshópa í mótun samfélagsins, við viljum að Íslendingar taki þátt í samfélagi þjóðanna á jafnréttisgrundvelli. Við viljum taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar á grundvelli nútímalegrar jafnaðarstefnu. Það er besta leiðin áfram." Hægt er að skoða ræðu Jóhönnu í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2009 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Samfylkingin vill fleiri konur í lykilstöður, að ríkið eigi ráðandi hlut í einum banka, fækka ráðuneytum og Sjálfstæðisflokkinn áfram í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Þetta kom fram í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur nýs formanns flokksins nú síðdegis. Tillaga um að skipta tjóni vegna verðbólgu milli skuldara og lánveitenda var samþykkt. „Hagsmunir okkar og hugsjónir snúast um að sækja fram, til meiri jafnaðar, sanngirni og réttlætis fyrir okkar fólk.Stefna okkar er skýr við viljum innsigla sáttmála við þjóðina um ný gildi á traustum grunni jafnaðarstefnunnar," sagði Jóhanna í ræðu sinni. „Í fyrsta lagi ætlum við að tryggja að velferðarsamfélagið virki í þágu allra þjóðfélagshópa. Í öðru lagi viljum við treysta stöðugleika og grundvöll atvinnu- og efnahagslífsins á Íslandi og í þriðja lagi stefnum við að því að íslenskur almenningur og atvinnulífið fái notið sambærilegra kjara og þekkjast hjá helstu viðskiptalöndum okkar -með því að ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu." Jóhanna sagði að Samfylkingin vilji skýrar leikreglur og auka gegnsæið í þjóðfélaginu til að bæta siðferðið. „Við viljum jafnræði á öllum sviðum, við viljum auka áhrif launafólks í atvinnulífinu, við viljum standa vörð um kjör lífeyrisþega og láglaunafólks, við viljum auka þátttöku allra þjóðfélagshópa í mótun samfélagsins, við viljum að Íslendingar taki þátt í samfélagi þjóðanna á jafnréttisgrundvelli. Við viljum taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar á grundvelli nútímalegrar jafnaðarstefnu. Það er besta leiðin áfram." Hægt er að skoða ræðu Jóhönnu í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2009 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira