Valur bikarmeistari karla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2009 15:50 Valsmenn fögnuðu vel í dag. Mynd/Daníel Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga. Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira