Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2009 21:30 Bjarni Benediktsson segir að annar bankastjóri Landsbankans hafi tekið ákvörðun um að veita Sjálfstæðisflokknum styrk að upphæð 25 milljónir króna. Mynd/ Pjetur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag. Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag.
Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira