Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum 26. mars 2009 15:07 Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. Flokkurinn mikilvægari en einstök framboð „Þetta leggst vel í mig og ég finn fyrir miklum stuðningi við mitt framboð. Ég hef auðvitað verið í sambandi við fólk í margar vikur núna," segir Bjarni sem lýsti yfir framboði stuttu eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég einfaldlega tel mig hafa það sem til þarf til þess að taka við þessu mikilvæga hlutverki. Ég er tilbúinn til þess að leggja mikið á mig og berjast fyrir hugsjónum sjálfstæðismanna og standa vörð um þau gildi sem við höfum ávalt staðið fyrir en eiga nú um stundarsakir undir högg að sækja. Ég tel hinsvegar að þessi gildi eigi nú brýnt erindi við þjóðina." Bjarni segist skynja mikla eftirvæntingu meðal landsfundarfulltrúa og mikil tilhlökkun sé í fólki. „Ég er því bjartsýnn á góða útkomu fyrir þennan flokk sem skiptir auðvitað öllu máli. Það er miklu stærra en einstök framboð á fundinum." Ánægja með að kosið sé í embætti formanns „Það gengur vel, ég hef fengið fín viðbrögð og það er allt í sómanum með það. Ég hef nú ekki verið í framboði nema í þrjá daga," segir Kristján Þór Júlíusson sem finnur fyrir miklum áhuga á landsfundi. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið að hringja í landsfundarfulltrúa og heyra í þeim hljóðið svarar Kristján því játandi. „Ég hef verið að kanna landið og afla stuðngins, út á það gengur þetta," segir Kristján. „Ég er mjög ánægður með viðbrögð flokksmanna burt séð frá því hvort það ætli að kjósa mig eða Bjarna. Það er bara almenn ánægja með það í flokknum að nú sé kosið á milli einstaklinga í þetta embætti." En afhverju ætti fólk að kjósa þig? „Ég ætla ekki að fara út í neinn mannjöfnuð við fólk og það verður bara að gera upp við sjálft sig hvaða eiginleikum það sækist eftir í forystu flokksins á þessum tímum. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að eftir mín störf hafi ég ýmislegt í farteskinu sem nýtist í forystusveit flokksins. Ég er hinsvegar ekki að kasta neinni rýrð á Bjarna Benediktsson, alls ekki," segir Kristján. Hann segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varaformanns í flokknum tapi hann formannskosningunni. „Annars held ég að þetta verði skemmtilegur fundur og það eru mörg spennandi mál bæði frá evrópunefndinni og endurreisnarnefndinni sem rætt verður um. Síðan eru það þessar kosningar um forystusveit flokksins. Formaðurinn er að stíga til hliðar og það eru átakatímar í þjóðfélaginu. Það ætti að gefa fólki kost á því að skiptast heiðarlega á skoðunum og ég veit að við munum koma samhent útaf fundinum."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20 Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks. 26. mars 2009 14:20
Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins. 26. mars 2009 12:11