Opið bréf til Katrínar Júlíusdóttur Stefán Jón Hafstein skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor. Svo mikið liggur á að fara þarf með nýja stóriðjulínu til suðvesturs yfir vatnsból Reykvíkinga, sem sýnir að áhættufíklar eru enn við stjórn á Íslandi. Væru vatnsbólin olíulindir myndi engum detta í hug að taka minnstu áhættu með þær. Þessi auðæfi eru ómetanleg og þú ættir að láta kanna ávinninginn af því að fara þarna yfir í samanburði við aðrar leiðir – áður en farið er á skítugum trukkum yfir svæðið. Þar er nú bannað að fara með olíur og önnur efni. En það var ekki erindið. Ég hef reynt að fá botn í það hvaða orka eigi að fara um þessa línu til álversins. Það virðist enginn vita það. Mörður spurði vin sinn (og þinn) Björgvin Sig. um þetta í dagblaði; ég sá engin svör. Árni Finnsson spurði Jóhönnu um daginn (og margoft áður) og hvergi hefur birst svar. Árni og Mörður eru engir jólasveinar í svona málum, viti þeir ekki svörin er mér vorkunn. Og nú kemur vinkona okkar Þórunn Sveinbjarnar (sem er ekki heldur neinn jólasveinn) og segir: „Það eina sem liggur reyndar ekki alveg fyrir er hvernig eigi að afla orku til stóra álversins en væntanlega finna menn út úr því.“ Væntanlega? Þú sem iðnaðarráðherra veist örugglega svarið. Því ef þú veist það ekki, þá veit það enginn. Ég er því með nokkrar spurningar sem þú getur svarað lið fyrir lið: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt og nýtanlegt afl (núna) verður þá eftir á SV-horninu fyrir annars konar stóriðju (gagnaver og rafmagn á bíla og fleira)? Frá hvaða virkjunum? (Ég er ekki að tala um tæknilausnir framtíðarinnar.) 3) Samkvæmt fréttaskýringum eru nú 70% af raforku Íslands bundin verðsveiflum á áli. Með Helguvíkurálveri verða 90% af allri raforkusölu á Íslandi tengd áli. Hversu mörg fjöregg telur þú rétt að hafa í einni körfu: 9 af 10? 7 af 10? Færri? Það er hægt að svara þessu öllu í örfáum orðum. Ég er svo með eina aukaspurningu sem gefur fimm stig en hana færðu þegar ég er búinn að sjá svörin við þessum. Kveðja heim. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar