Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2009 18:30 Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn. Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira