Birkir og Höskuldur takast á um sæti Valgerðar 23. febrúar 2009 10:59 Birkir Jón og Höskuldur. Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti Kosningar 2009 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður vilja báðir leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Undanfarin ár hefur Valgerður Sverrisdóttir verið oddviti flokksins í kjördæminu en hún tilkynnti nýverið að hún sækist ekki eftir endurkjöri. Birkir Jón var fyrst kjörinn á þing vorið 2003 og hann tók við sem varaformaður á landsþingi flokksins í janúar síðastliðnum. Höskuldur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar 2007. Hann sóttist eftir formennsku í flokknum en tapaði naumlega fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á landsþinginu í seinasta mánuði. Sextán frambjóðendur hafa gefið kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu vegna alþingiskosninganna í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á föstudaginn. Kosið verður um 1. til 8. sæti á framboðslista framsóknarmanna á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars 2009. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum. Frambjóðendurnir skiptast í 6 konur og 10 karla, yngsti frambjóðandinn er 19 ára en sá elsti 63 ára. Eftirtaldir skipa hópinn: Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, 1.- 8. sæti Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, 1.sæti Höskuldur Þ Þórhallsson, alþingismaður, 1. sæti Áskell Einarsson, bóndi, 2.- 8. sæti Eva Ásrún Albertsdóttir, ljósmóðir og dagskrárgerðarmaður, 2.- 3. sæti Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, 2.- 3. sæti Hólmar Örn Finnsson, viðskiptalögfræðingur, 2.- 4. sæti Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, 2.- 4. sæti Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, 4. sæti Bernharð Arnarsson, bóndi, 5.- 8. sæti Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri, 5. sæti Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, 5. sæti Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, 5. sæti Eiður Ragnarsson, starfsmaður í málmvinnslu Alcoa, 7.- 8. sæti Hafþór Eide Hafþórsson, nemi, 7.- 8. sæti Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri hjá Sölku - Fiskmiðlun, 7.- 8. sæti
Kosningar 2009 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira