Handrit Árna Magnússonar með merkustu minjum heims Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2009 01:45 Mikill mannfjöldi kom saman þegar handritin voru afhent. „Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira