Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar 7. apríl 2009 15:39 Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð. Kosningar 2009 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.
Kosningar 2009 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira