Endurgreiði styrkinn frá Neyðarlínunni 23. mars 2009 16:15 Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það. Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2007. Þar kom meðal annars í ljós að Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur. Neyðarlínan var ekki orðið opinbert hlutafélag þegar flokkurinn falaðist eftir framlaginu en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. „Mín skoðun er sú að opinbert hlutafélag eins og Neyðarlínan eigi ekki að styðja stjórnmálaflokka og að stjórnamálaflokkar eigi ekki að taka við styrkjum frá félögum í eigu hins opinbera," segir Sigurður í pistli á heimasíðu sinni. Jafnframt telur Sigurður að Framsóknarflokkurinn eigi að endurgreiða 90 þúsund króna framlag frá utanríkisráðuneytinu. Það sama eigi við um Samfylkinguna og Vinstri græna sem fengu, auk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, fjárstyrki frá Íslandspósti hf. sem sé í opinberi eigu. Sigurður bendir á að fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 hafi verið samtals rúmlega 425 milljónir króna. „Ríkið styrkir starfsemi stjórnmálaflokkanna afar ríflega með beinum fjárframlögum, eins og hér hefur verið rakið. Viðbótarframlög frá félögum og stofnunum í eigu hins opinbera eiga ekki að viðgangast, enda koma þau úr sömu vösum og beinu ríkisframlögin, þ.e. úr vösum skattgreiðenda." Pistil Sigurðar er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25 Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00 Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01 Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18 Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það. Ríkisendurskoðun birti á föstudaginn útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna 2007. Þar kom meðal annars í ljós að Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur. Neyðarlínan var ekki orðið opinbert hlutafélag þegar flokkurinn falaðist eftir framlaginu en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. „Mín skoðun er sú að opinbert hlutafélag eins og Neyðarlínan eigi ekki að styðja stjórnmálaflokka og að stjórnamálaflokkar eigi ekki að taka við styrkjum frá félögum í eigu hins opinbera," segir Sigurður í pistli á heimasíðu sinni. Jafnframt telur Sigurður að Framsóknarflokkurinn eigi að endurgreiða 90 þúsund króna framlag frá utanríkisráðuneytinu. Það sama eigi við um Samfylkinguna og Vinstri græna sem fengu, auk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, fjárstyrki frá Íslandspósti hf. sem sé í opinberi eigu. Sigurður bendir á að fjárframlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007 hafi verið samtals rúmlega 425 milljónir króna. „Ríkið styrkir starfsemi stjórnmálaflokkanna afar ríflega með beinum fjárframlögum, eins og hér hefur verið rakið. Viðbótarframlög frá félögum og stofnunum í eigu hins opinbera eiga ekki að viðgangast, enda koma þau úr sömu vösum og beinu ríkisframlögin, þ.e. úr vösum skattgreiðenda." Pistil Sigurðar er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25 Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00 Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01 Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18 Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn Opinbera hlutafélagið Neyðarlínan ohf greiddi Sjálfstæðisflokknum þrjúhundruð þúsund krónur í framlag til kosningabaráttu flokksins fyrir síðustu kosningar. Hámarks framlag til stjórnmálaafls eru þrjú hundruð þúsund krónur. Athygli vekur að ríkissjóður á 73,6 prósent í Neyðarlínunni, restin skiptist á milli Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur. 21. mars 2009 11:25
Sjálfstæðisflokkur braut lög Sjálfstæðisflokkur braut lög þegar hann veitti þrjú hundruð þúsund króna styrk frá Neyðarlínunni viðtöku. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að styrkveitingin væri lögbrot. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 22. mars 2009 00:00
Utanríkisráðherrann Valgerður styrkti eigin flokk Utanríkisráðuneytið styrkti Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur árið 2006 samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá var Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra en hún gengdi því embætti frá 2006-2007. 21. mars 2009 15:01
Neyðarlínan var í meirihlutaeigu ríkisins Neyðarlínan var ekki orðinn opinbert hlutafélag þegar Sjáfstæðisflokkurinn falaðist eftir framlagi til flokksins en félagið var hinsvegar í meirihlutaeigu ríkisins. 21. mars 2009 12:18
Ungir Framsóknarmenn fengu styrk Valgerðar „Þessu styrkur var fyrir norræna ráðstefnu ungs fólks sem Samband ungra Framsóknarmanna áttu aðild að, en styrkurinn var í gegnum þá," segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, en í skýrslu ríkisendurskoðunar um fjárframlög til stjórnmálaflokka kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi styrkt Framsóknarflokkinn um nítíu þúsund krónur. Þá gegndi Valgerður stöðu utanríkisráðherra. 21. mars 2009 16:19