Þýfð lögfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 12. október 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun