Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið 25. apríl 2009 14:04 Björn Bjarnason Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn. Kosningar 2009 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku. „Ég get ekki séð betur en það sé borin von að við séum að fara þarna inn," sagði Björn í viðtali á Byljgunni fyrir stundu. Hann sagði einnig blasa við að ágreiningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna væri mikill, þau væru mjög ósammála. „Það hefur mér kannski fundist mest sláandi hvað þetta hefur snúist mikið um þetta miðað við þau viðfangsefni sem við ættum að vera að fást við. Við verðum að finna fótfestu í atvinnulífinu og koma því aftur af stað. Ég held því að margir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum að loknum kosningum ef þeir halda að atkvæði þeirra sé nýtt til þess að koma Íslandi inn í ESB," sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa góða tilfinningu fyrir kosningunum þar sem það stefndi í að besti flokkurinn fengi ekki góða kosningu. „Það verður eflaust hægt að finna margar skýringar á því og flokkurinn þarf að ræða þær. Við komum okkur til dæmis saman um góða stefnu varðandi ESB rétt fyrir kosningar. Síðan voru menn í flokknum sem höguðu sér eins og sú stefna kæmi þeim ekkert við, allar svona æfingar eru ekki til þess að styrkja flokka," sagði Björn. Hann nefndi einnig olíuleitina á Drekasvæðinu í sambandi við Vinstri græna og eins umræðuna um álver á Bakka þar sem bæði Jóhanna og Össur hafi farið í hringi í þeim málum. „Þessar peningaumræður varðandi flokka og einstaklinga var heldur ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það má eflaust fara yfir marga þætti í þessu máli," sagði Björn.
Kosningar 2009 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira