Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið 7. apríl 2009 16:58 Hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22
Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06