Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru 5. október 2010 11:09 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. Samkvæmt frétt á business.dk átti Axcel 60% hlut í Pandóru fyrir skráninguna en hlutinn keypti sjóðurinn fyrir 2 milljarða danskra kr. fyrir tveimur árum. Sjóðurinn hefur í dag selt hluti fyrir 6 milljarða danskra kr. og á enn eignarhlut sem metinn er á rúma 10 milljarða danskra kr. í Pandóru. Business.dk segir að kaupin á 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum séu með bestu viðskiptum í sögu Danmerkur. Pandóra sé nú orðið að áttunda verðmætasta fyrirtæki Danmerkur. Eins og fram kom í fréttum þegar Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings seldu FIH bankann var ákvæði í kaupsamningnum um að seljendur myndu njóta góðs af framtíðarhagnaði Axcel. Þessi upphæð gæti numið allt að einum milljarði danskra kr. eða 20 milljörðum kr., ef allt færi á besta veg. Óhætt er að segja að miðað við viðtökurnar á skráningu Pandóru að allt hafi farið á besta veg fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings. Fyrir utan FIH eru eigendur Axcel meðal nokkurra af þekktustu fjárfestum Danmerkur auk Lego fjölskyldunnar , Nordea bankans og Bestseller fjölskyldunnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. Samkvæmt frétt á business.dk átti Axcel 60% hlut í Pandóru fyrir skráninguna en hlutinn keypti sjóðurinn fyrir 2 milljarða danskra kr. fyrir tveimur árum. Sjóðurinn hefur í dag selt hluti fyrir 6 milljarða danskra kr. og á enn eignarhlut sem metinn er á rúma 10 milljarða danskra kr. í Pandóru. Business.dk segir að kaupin á 60% hlut í Pandóru fyrir tveimur árum séu með bestu viðskiptum í sögu Danmerkur. Pandóra sé nú orðið að áttunda verðmætasta fyrirtæki Danmerkur. Eins og fram kom í fréttum þegar Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings seldu FIH bankann var ákvæði í kaupsamningnum um að seljendur myndu njóta góðs af framtíðarhagnaði Axcel. Þessi upphæð gæti numið allt að einum milljarði danskra kr. eða 20 milljörðum kr., ef allt færi á besta veg. Óhætt er að segja að miðað við viðtökurnar á skráningu Pandóru að allt hafi farið á besta veg fyrir Seðlabankann og skilanefnd Kaupþings. Fyrir utan FIH eru eigendur Axcel meðal nokkurra af þekktustu fjárfestum Danmerkur auk Lego fjölskyldunnar , Nordea bankans og Bestseller fjölskyldunnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira