Innlent

Gosstrókar náðu 8 km hæð í morgun

Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir voru þó orkuminni en púlsar sem komu fram fyrir hlaupið í gær. Óróatopparnir sjálst á jarðskjálftamælum frá Kaldárseli í Hafnarfirði að Kálfafelli í Suðursveit.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofunni. Þar segir að aukin sjálftavirkni mældist í morgun. Fjórir skjálftar frá því rétt fyrir klukkan 9. Þeir eru 1 til 1,5 á stærð. Þá hafði skjálfti ekki mælst síðan rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi.

Nú er ákveðin vestanátt yfir Eyjafjallajökli. Öskufall gæti því orðið frá eldstöð og austur á Höfn í Hornafirði. Því er spáð að vindátt snúist í norðanátt í kvöld og þá má búast við að aska falli suður af eldstöðinni. Ekki er búist við breytingum á háloftavindum í dag og því er búist við að aska haldi áfram að berast yfir Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×