Kína hagnaðist um 160 milljarða á koparkaupum 11. október 2010 13:43 Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira