Hugmyndafræði Hitlers? Baldur Þórhallson skrifar 11. ágúst 2010 06:15 Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun