Fangageymslur lögreglunnar fullnýttar á Menningarnótt 22. ágúst 2010 11:48 Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður. Skroll-Fréttir Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður.
Skroll-Fréttir Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira