Agndofa gagnvart þessum kröftum 15. apríl 2010 06:00 Eldgos. Mynd Egill. Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. „Hinir erlendu gestir stóðu agndofa gagnvart þessum kröftum og hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt." Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, sem var innilokaður ásamt ellefu forystumönnum Ferðafélagsins og tólf forystumönnum frá norsku ferðafélagi, í Þórsmörk í gærdag. Ferðafélagsmenn höfðu farið með hina norsku gesti að gömlu gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í fyrradag. Í gær átti svo að halda til Reykjavíkur en vegurinn yfir ána úr Gígjökli var þá lokaður vegna vatnavaxta svo hópurinn komst hvergi. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í skála Ferðafélagsins í Langadal þar til síðdegis í gær að fólkið lagði af stað fótgangandi yfir í Húsadal. Þangað komu jeppar hópsins og björgunarsveitarbílar sem ferjuðu samtals rúmlega fjörutíu manna hópinn yfir Markarfljót á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mikið var í fljótinu, að sögn Ólafs Arnar en ferðin var áfallalaus. Hópurinn var nýkominn ofan af Valahnúk um miðjan dag í gær, þar sem vel sá yfir vatnsflauminn úr Gígjökli, þegar Fréttablaðið ræddi við Ólaf Örn sem lýsti því sem fyrir augu hafði borið. „Það rennur sterkur kolmórauður straumur úr lóninu fyrir neðan Gígjökulinn. Mikið vatnsflæmi breiðir svo úr sér yfir aurana við Markarfljót. Gríðarlegur hávaði er frá Gígjökli sem er brattur skriðjökull sem fellur úr Eyjafjallajökli. Öflugur strókur stendur upp úr Gígjöklinum bæði af reyk og brúnum strókum sem bendir til þess að mikið sé um að vera undir jöklinum." Ólafur Örn sagði að ferðafélagsfólkið norska, svo og aðrir ferðamenn af ýmsu þjóðerni sem sátu fastir í Þórsmörk í gær, hefðu gert sér grein fyrir að um afar alvarlegan atburð væri að ræða. Ekki hefði þó borið á ótta hjá neinum þeirra, þótt ljóst væri að gos væri hafið. Fólki hefði verið gerð grein fyrir því að það væri utan hættusvæðis. jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira