Kilroy mætir aftur Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2010 10:00 Forstjóri Kilroy Travel, fundaði í Reykjavík með stjórn fyrirtækisins fyrir helgi.Fréttablaðið/Pjetur Norræna ferðaskrifstofan Kilroy Travel hefur í vikunni innreið sína á ný á íslenskan ferðamarkað. Á morgun verður nýr vefur og þjónusta fyrirtækisins kynnt á veitingastaðnum Faktorý. Starfsemi Kilroy Travels er umtalsverð utan Íslands, mest í Danmörku, Noregi, Finnlandi og í Hollandi. „Og þótt við höfum áður selt hér flugmiða í mörg ár, þá höfum við aldrei sinnt íslenska markaðnum á þann hátt sem við ætlum núna að gera, með vefnum kilroy.is og framboði á margvíslegri þjónustu," segir Claus Hejlesen, forstjóri Kilroy Travel. Hejlesen var staddur hér á landi í síðustu viku vegna stjórnarfundar í fyrirtækinu sem haldinn var hér á landi í fyrsta sinn. „Venjulega hittist stjórnin í Kaupmannahöfn," segir hann. Claus Hejlesen áréttar að þótt fyrirtækið sérhæfi sig í þjónustu við námsmenn og ungt fólk þá kunni sveigjanleiki og nálgun í skipulagningu ferða hjá Kilroy að henta mörgum. „Kannski ekki þeim sem ætla að dvelja á fimm stjörnu hóteli, en ef einhver vill enda bakpokaferðalag um Asíu á slíkri slökun, þá ættum við að geta hjálpað," segir hann. Stúdentaferðir voru í eina tíð aðalþjónusta Kilroy, en nú hefur verið bætt við hana öðrum hlutum. Félagið veitir til dæmis víðtæka námsráðgjöf og ráðleggur þeim sem hyggja á nám fjarri heimahögum um þá kosti sem í stöðunni eru, mögulega styrki, atvinnumöguleika að loknu námi og fleiri hluti. Einhverjum kann að þykja bratt af erlendri ferðaskrifstofu að hefja rekstur á Íslandi í miðri kreppu, en Hejlesen kveður svo ekki vera. „Kreppan hefur ekki jafnmikil áhrif á starfsemi okkar og aðrar ferðaskrifstofur," segir hann. Sérhæfing starfseminnar og sú staðreynd að háskólanemar hætta ekki að ferðast þótt að kreppi í hagkerfinu segir hann gera að verkum að fyrirtækið finni minna fyrir sveiflunum en aðrir. „Við græðum ekki jafnmikið á uppsveiflunni, en töpum heldur ekki jafnmiklu þegar þrengir að." Þá segir forstjóri Kilroy að sökum staðsetningar sinnar njóti Ísland nokkurrar sérstöðu þegar kemur að ferðum ungs fólks. „Þótt íbúatalan sé ekki há þá gerir tíðni ferðalaga og fjöldi þeirra sem stunda nám í útlöndum að landið er á sama stigi og Danmörk í þeim efnum," segir hann. „Íslenskir, danskir og finnskir fjárfestar eiga félagið," segir Hejlesen, en fyrirtækið á söguleg tengsl við rekstrarfélög stúdenta á Norðurlöndum og var áður í þeirra eigu. Þannig átti Félagsstofnun stúdenta í eina tíð hlut í félaginu og minnast margir enn Kilroy-ferða hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. „Finnska stúdentasambandið átti lengi meirihluta í félaginu, en tengslin við stúdentasamfélagið teygja sig allt aftur til fimmta áratugarins." Félagið Íslensk fjárfesting fer með ráðandi hlut í fyrirtækinu, en stjórnarformaður Kilroy er Arnar Þórisson. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norræna ferðaskrifstofan Kilroy Travel hefur í vikunni innreið sína á ný á íslenskan ferðamarkað. Á morgun verður nýr vefur og þjónusta fyrirtækisins kynnt á veitingastaðnum Faktorý. Starfsemi Kilroy Travels er umtalsverð utan Íslands, mest í Danmörku, Noregi, Finnlandi og í Hollandi. „Og þótt við höfum áður selt hér flugmiða í mörg ár, þá höfum við aldrei sinnt íslenska markaðnum á þann hátt sem við ætlum núna að gera, með vefnum kilroy.is og framboði á margvíslegri þjónustu," segir Claus Hejlesen, forstjóri Kilroy Travel. Hejlesen var staddur hér á landi í síðustu viku vegna stjórnarfundar í fyrirtækinu sem haldinn var hér á landi í fyrsta sinn. „Venjulega hittist stjórnin í Kaupmannahöfn," segir hann. Claus Hejlesen áréttar að þótt fyrirtækið sérhæfi sig í þjónustu við námsmenn og ungt fólk þá kunni sveigjanleiki og nálgun í skipulagningu ferða hjá Kilroy að henta mörgum. „Kannski ekki þeim sem ætla að dvelja á fimm stjörnu hóteli, en ef einhver vill enda bakpokaferðalag um Asíu á slíkri slökun, þá ættum við að geta hjálpað," segir hann. Stúdentaferðir voru í eina tíð aðalþjónusta Kilroy, en nú hefur verið bætt við hana öðrum hlutum. Félagið veitir til dæmis víðtæka námsráðgjöf og ráðleggur þeim sem hyggja á nám fjarri heimahögum um þá kosti sem í stöðunni eru, mögulega styrki, atvinnumöguleika að loknu námi og fleiri hluti. Einhverjum kann að þykja bratt af erlendri ferðaskrifstofu að hefja rekstur á Íslandi í miðri kreppu, en Hejlesen kveður svo ekki vera. „Kreppan hefur ekki jafnmikil áhrif á starfsemi okkar og aðrar ferðaskrifstofur," segir hann. Sérhæfing starfseminnar og sú staðreynd að háskólanemar hætta ekki að ferðast þótt að kreppi í hagkerfinu segir hann gera að verkum að fyrirtækið finni minna fyrir sveiflunum en aðrir. „Við græðum ekki jafnmikið á uppsveiflunni, en töpum heldur ekki jafnmiklu þegar þrengir að." Þá segir forstjóri Kilroy að sökum staðsetningar sinnar njóti Ísland nokkurrar sérstöðu þegar kemur að ferðum ungs fólks. „Þótt íbúatalan sé ekki há þá gerir tíðni ferðalaga og fjöldi þeirra sem stunda nám í útlöndum að landið er á sama stigi og Danmörk í þeim efnum," segir hann. „Íslenskir, danskir og finnskir fjárfestar eiga félagið," segir Hejlesen, en fyrirtækið á söguleg tengsl við rekstrarfélög stúdenta á Norðurlöndum og var áður í þeirra eigu. Þannig átti Félagsstofnun stúdenta í eina tíð hlut í félaginu og minnast margir enn Kilroy-ferða hjá Ferðaskrifstofu stúdenta. „Finnska stúdentasambandið átti lengi meirihluta í félaginu, en tengslin við stúdentasamfélagið teygja sig allt aftur til fimmta áratugarins." Félagið Íslensk fjárfesting fer með ráðandi hlut í fyrirtækinu, en stjórnarformaður Kilroy er Arnar Þórisson.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira