Þrískipting valdsins – núverandi flækjustig Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:03 Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins"
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun