Meirihluti efnaða fólksins Sóley Tómasdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun