Meirihluti efnaða fólksins Sóley Tómasdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar