Fréttaskýring: Meira verður ekki gert 4. desember 2010 00:01 Brosandi við undirskrift. Á myndinni eru Guðjón Rúnarsson, Samtökum fjármálafyrirtækja, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Arnar Sigurmundsson, Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjórtán skrifuðu undir yfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Mynd/GVA Skuldavanda heimilanna verður mætt með niðurfellingu skulda, auknum vaxtabótum og niðurgreiðslu vaxta. Aðgerðirnar kosta yfir 100 milljarða króna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, lánastofnana og lífeyrissjóða til að mæta vanda skuldsettra heimila ná til þorra heimila með íbúðaskuldir. Um 72 þúsund heimili eru með íbúðaskuldir og er áætlað að aðgerðirnar nái til 60 þúsund heimila. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fagnaði samkomulaginu við undirritun þess í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Hún sagði viðræður um það hafa staðið linnulaust í þrjár vikur en það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem settur var á laggirnar fyrir tveimur mánuðum. Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Jóhanna sagði samkomulagið hafa félagslegt og þjóðhagslegt gildi og styðja við aukinn hagvöxt. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að með því sé brugðist við skuldavandanum með viðhlítandi hætti og eins og fært sé. Ekki séu efni til að vænta frekari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir heildaráhrif aðgerðanna jákvæð. Við undirritunina gat hann þess að samkomulag við lífeyrissjóðina um framkvæmdir væri hársbreidd frá því að nást. Þá kom fram að fljótlega mætti vænta aðgerða stjórnvalda og banka gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Er von manna að þær hleypi krafti í atvinnulífið. Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær kosta yfir 100 milljarða króna að meðteknum áhrifum á nýjum lögum um gengislán. 70 milljarðar af þeirri fjárhæð falla á banka og sparisjóði. Bætast þeir við þá rúmu 20 milljarða sem fjármálafyrirtæki hafa þegar afskrifað. Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, mæta stóru viðskiptabankarnir afskriftunum með því svigrúmi sem varð til við yfirfærslu eigna úr gömlu bönkunum í þá nýju. Aðgerðirnar kalli því ekki á breytingar á kjörum. Hlutur ríkissjóðs í aðgerðunum nemur um 20 milljörðum króna á næstu tveimur árum. Felst hann í auknum vaxtabótum og framlögum til Íbúðalánasjóðs. Lífeyrissjóðirnir leggja tíu til fimmtán milljarða króna til aðgerðanna. Þeim hefur verið borið á brýn að hafa staðið í vegi samkomulags. Ásökunum þar um svarar Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, með því að benda á að lög meini lífeyrissjóðum að fella niður innheimtanlegar kröfur. Lífeyrissjóðirnir fagna samkomulaginu og telja það stórt skref í átt að bærilegri tilveru fyrir skuldugar fjölskyldur og landsmenn alla. Gat Arnar þess að sjóðirnir þyrftu ekki að skerða réttindi sjóðfélaga vegna samkomulagsins. Til viðbótar viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna gefur ríkisstjórnin út tvær yfirlýsingar. Önnur er um víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðanna.Verða þær aftengdar í þrjú ár. Einnig verður frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna hækkað í áföngum á þremur árum. Hin yfirlýsingin snýr að verðtryggingu og lífeyrismálum. Mun ríkisstjórnin hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í efnahagslífinu. Ekki er endanlega ljóst hver áhrif breytinga á vaxtabótakerfinu verða. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst í gær telja að breytingarnar gætu falið í sér útgjaldalækkun heimila um 200 til 300 þúsund krónur á ári. Unnið verður að útfærslu á nokkrum liðum viljayfirlýsingarinnar á næstu dögum. Er áformað að undirrita endanlegt samkomulag um aðgerðir 15. desember. Skroll-Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skuldavanda heimilanna verður mætt með niðurfellingu skulda, auknum vaxtabótum og niðurgreiðslu vaxta. Aðgerðirnar kosta yfir 100 milljarða króna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, lánastofnana og lífeyrissjóða til að mæta vanda skuldsettra heimila ná til þorra heimila með íbúðaskuldir. Um 72 þúsund heimili eru með íbúðaskuldir og er áætlað að aðgerðirnar nái til 60 þúsund heimila. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fagnaði samkomulaginu við undirritun þess í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Hún sagði viðræður um það hafa staðið linnulaust í þrjár vikur en það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem settur var á laggirnar fyrir tveimur mánuðum. Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Jóhanna sagði samkomulagið hafa félagslegt og þjóðhagslegt gildi og styðja við aukinn hagvöxt. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að með því sé brugðist við skuldavandanum með viðhlítandi hætti og eins og fært sé. Ekki séu efni til að vænta frekari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir heildaráhrif aðgerðanna jákvæð. Við undirritunina gat hann þess að samkomulag við lífeyrissjóðina um framkvæmdir væri hársbreidd frá því að nást. Þá kom fram að fljótlega mætti vænta aðgerða stjórnvalda og banka gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Er von manna að þær hleypi krafti í atvinnulífið. Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær kosta yfir 100 milljarða króna að meðteknum áhrifum á nýjum lögum um gengislán. 70 milljarðar af þeirri fjárhæð falla á banka og sparisjóði. Bætast þeir við þá rúmu 20 milljarða sem fjármálafyrirtæki hafa þegar afskrifað. Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að smella á hana. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, mæta stóru viðskiptabankarnir afskriftunum með því svigrúmi sem varð til við yfirfærslu eigna úr gömlu bönkunum í þá nýju. Aðgerðirnar kalli því ekki á breytingar á kjörum. Hlutur ríkissjóðs í aðgerðunum nemur um 20 milljörðum króna á næstu tveimur árum. Felst hann í auknum vaxtabótum og framlögum til Íbúðalánasjóðs. Lífeyrissjóðirnir leggja tíu til fimmtán milljarða króna til aðgerðanna. Þeim hefur verið borið á brýn að hafa staðið í vegi samkomulags. Ásökunum þar um svarar Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, með því að benda á að lög meini lífeyrissjóðum að fella niður innheimtanlegar kröfur. Lífeyrissjóðirnir fagna samkomulaginu og telja það stórt skref í átt að bærilegri tilveru fyrir skuldugar fjölskyldur og landsmenn alla. Gat Arnar þess að sjóðirnir þyrftu ekki að skerða réttindi sjóðfélaga vegna samkomulagsins. Til viðbótar viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna gefur ríkisstjórnin út tvær yfirlýsingar. Önnur er um víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðanna.Verða þær aftengdar í þrjú ár. Einnig verður frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna hækkað í áföngum á þremur árum. Hin yfirlýsingin snýr að verðtryggingu og lífeyrismálum. Mun ríkisstjórnin hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í efnahagslífinu. Ekki er endanlega ljóst hver áhrif breytinga á vaxtabótakerfinu verða. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst í gær telja að breytingarnar gætu falið í sér útgjaldalækkun heimila um 200 til 300 þúsund krónur á ári. Unnið verður að útfærslu á nokkrum liðum viljayfirlýsingarinnar á næstu dögum. Er áformað að undirrita endanlegt samkomulag um aðgerðir 15. desember.
Skroll-Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira