Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi 13. október 2010 08:39 Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira