Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Sóley Tómasdóttir skrifar 21. maí 2010 09:02 Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar