Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Sóley Tómasdóttir skrifar 21. maí 2010 09:02 Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaranlegt með öllu. Útsvarið er sanngjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóðurinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðirUm helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístundaheimilin nálgast hlutfallið 70 prósent. Ef fara ætti niðurskurðarleiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofnanir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbúin útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til staðar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. RaunveruleikinnStaða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvarshækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunnþjónustuna trúanlega, þá stendur valið milli útsvars- eða gjaldskrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á meðfylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekjur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skólamáltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjaldskráa, svo sem vegna bókasafnsskírteina, strætófargjalda, sundferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvarsleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúaBorgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameiginlega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar