Stefnu- og ábyrgðarleysi menntamálaráðherra 23. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun