Örlög Eik Banki ráðast í dag 30. september 2010 08:18 Joannes Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyja segir að hann sé sannfærður um að Eik Bank, dótturbanka Eik Banki í Danmörku, muni brátt verða lokað. Eidesgaard stjórnar nú viðræðum um framtíð Eik Banki en búist er við niðurstöðu í dag.Færeyska landsstjórnin hélt neyðarfund í gærkvöldi vegna beiðni Eik Banki um ríkisábyrgð upp á 12 milljarða kr. Á fundinum sátu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Færeyjum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur tryggingarfélagið TF Holding lofað framlagi upp á rúma 8 milljarða kr. en danska fjármálaeftirlitið gerir kröfu um 24 milljarða kr. í nýju fjármagni til að bankinn standist kröfur danska fjármálaeftirlitisins um eiginfjárhlutfall og greiðsluþol.Eidesgaard segir í samtali við business.dk að það sé enginn vilji í Færeyjum til að bjarga dótturbanka Eik Banki í Danmörku. Menn séu að einbeita sér að því að bjarga starfsemi bankans í Færeyjum. Eidesgaard bendir á að margir Færeyingar muni eftir því sem gerðist árið 1992 þegar Danske Bank hljóp frá ábyrgð sinni í færeyska bankahruninu það árið. Nú sé það sama að gerast bara með öfugum formerkjum.„Okkur finnst það verulega ósanngjarnt að Fæeyjar eigi að leysa þau miklu vandamál sem blasa við á aðeins 72 klukkustundum, „ segir Eidesgaard. „Því vonum við að danska fjármálaeftirlitið gefi frest upp á fjórar vikur svo við getum leyst vandamálin í friði og ró." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Joannes Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyja segir að hann sé sannfærður um að Eik Bank, dótturbanka Eik Banki í Danmörku, muni brátt verða lokað. Eidesgaard stjórnar nú viðræðum um framtíð Eik Banki en búist er við niðurstöðu í dag.Færeyska landsstjórnin hélt neyðarfund í gærkvöldi vegna beiðni Eik Banki um ríkisábyrgð upp á 12 milljarða kr. Á fundinum sátu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Færeyjum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur tryggingarfélagið TF Holding lofað framlagi upp á rúma 8 milljarða kr. en danska fjármálaeftirlitið gerir kröfu um 24 milljarða kr. í nýju fjármagni til að bankinn standist kröfur danska fjármálaeftirlitisins um eiginfjárhlutfall og greiðsluþol.Eidesgaard segir í samtali við business.dk að það sé enginn vilji í Færeyjum til að bjarga dótturbanka Eik Banki í Danmörku. Menn séu að einbeita sér að því að bjarga starfsemi bankans í Færeyjum. Eidesgaard bendir á að margir Færeyingar muni eftir því sem gerðist árið 1992 þegar Danske Bank hljóp frá ábyrgð sinni í færeyska bankahruninu það árið. Nú sé það sama að gerast bara með öfugum formerkjum.„Okkur finnst það verulega ósanngjarnt að Fæeyjar eigi að leysa þau miklu vandamál sem blasa við á aðeins 72 klukkustundum, „ segir Eidesgaard. „Því vonum við að danska fjármálaeftirlitið gefi frest upp á fjórar vikur svo við getum leyst vandamálin í friði og ró."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira