Minnsta atvinnuleysi í Þýskalandi í 19 ár 27. október 2010 15:33 Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í Þýskaland síðan árið 1991. Tölurnar um atvinnuleysi í Þýskalandi verða gerðar opinberar á morgun. Ursula von der Leyen atvinnumálaráðherra landsins er hinsvegar svo ánægð með stöðuna að hún greindi frá tölunum á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt frétt í Politiken er fjöldi atvinnulausra í Þýskalandi nú undir 3 milljónum manna eða 2,945,000 talsins. Þetta er minnsti fjöldi atvinnulausra í landinu í 19 ár eða um 7% af vinnuaflinu. Í tölunum sem gerðar verða opinberar á morgun kemur fram að 86.000 ný störf sköpuðust í Þýskalandi í þessum mánuði. Efnahagsbatinn innan ESB hefur verið hvað mestur í Þýskalandi þar sem hagvöxtur hefur verið yfir 2% á þessu ári. Samkvæmt frétt Politiken reikna hagfræðingar með að atvinnuleysi í Þýskalandi fari aftur yfir 3 milljónir manna um skamman tíma á næsta ári en að megnið af því ári verði atvinnulausir undir 3 milljónum talsins. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í Þýskaland síðan árið 1991. Tölurnar um atvinnuleysi í Þýskalandi verða gerðar opinberar á morgun. Ursula von der Leyen atvinnumálaráðherra landsins er hinsvegar svo ánægð með stöðuna að hún greindi frá tölunum á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt frétt í Politiken er fjöldi atvinnulausra í Þýskalandi nú undir 3 milljónum manna eða 2,945,000 talsins. Þetta er minnsti fjöldi atvinnulausra í landinu í 19 ár eða um 7% af vinnuaflinu. Í tölunum sem gerðar verða opinberar á morgun kemur fram að 86.000 ný störf sköpuðust í Þýskalandi í þessum mánuði. Efnahagsbatinn innan ESB hefur verið hvað mestur í Þýskalandi þar sem hagvöxtur hefur verið yfir 2% á þessu ári. Samkvæmt frétt Politiken reikna hagfræðingar með að atvinnuleysi í Þýskalandi fari aftur yfir 3 milljónir manna um skamman tíma á næsta ári en að megnið af því ári verði atvinnulausir undir 3 milljónum talsins.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira