Borgin þarf Vinstri græn - nú sem aldrei fyrr Sóley Tómasdóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun