Gullöld tekur við af olíuævintýrinu í Noregi 4. október 2010 10:58 Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar kemur fram að sérfræðingar telja að mikið magn af gulli sé til staðar í Norður Noregi. Þannig telur Trond Giske viðskiptaráðherra Noregs að gullið muni vera það sem Norðmenn lifi af í framtíðinni. „Eftir tíu til fimmtán ár mun gull verða hin nýja olía í Noregi," segir ráðherrann. Jarðfræðirannsóknarstöð Noregs í Þrándheimi styður skoðanir ráðherrans. Sérfræðingar þar telja að í Noregi sé að finna álíka mikið af verðmætum málmum og í Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Það er hinsvegar stórt ljón í veginum. Samar sem búa í norðurhluta Noregs og lifa af hreindýrarækt vilja ekki sjá námugröft í sínu landi. Giske er hinsvegar sannfærður um að leysa megi það vandamál þar sem nútíma námugröftur hefur ekki í för með sér jafnmikið jarðrask og áður. Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar kemur fram að sérfræðingar telja að mikið magn af gulli sé til staðar í Norður Noregi. Þannig telur Trond Giske viðskiptaráðherra Noregs að gullið muni vera það sem Norðmenn lifi af í framtíðinni. „Eftir tíu til fimmtán ár mun gull verða hin nýja olía í Noregi," segir ráðherrann. Jarðfræðirannsóknarstöð Noregs í Þrándheimi styður skoðanir ráðherrans. Sérfræðingar þar telja að í Noregi sé að finna álíka mikið af verðmætum málmum og í Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Það er hinsvegar stórt ljón í veginum. Samar sem búa í norðurhluta Noregs og lifa af hreindýrarækt vilja ekki sjá námugröft í sínu landi. Giske er hinsvegar sannfærður um að leysa megi það vandamál þar sem nútíma námugröftur hefur ekki í för með sér jafnmikið jarðrask og áður.
Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira