Sitjum heima 5. mars 2010 16:56 Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun