Hélt að konan væri frá Suður-Ameríku 16. apríl 2010 06:00 „Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira