Héldu kyrru fyrir og lifðu af Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 16. febrúar 2010 00:01 Aðstæður á Langjökli voru erfiðar. „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira