Klíkusamfélagið - Flokksræðið gegn fólkinu - Vilmundur Gylfason – Úrbætur Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2010 09:08 Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun