Kaupþing selur breska veitingahúsakeðju á 3,5 milljarða 17. september 2010 09:10 Skilanefnd Kaupþings hefur í samvinnu við þýska bankann Commerzbank selt bresku veitingahúsakeðjuna Ha Ha Bar & Grill fyrir 19,5 milljónir punda eða um 3,5 milljarða kr. Kaupandinn er kráa- og veitingahúsakeðjan Mitchells & Butler. Í frétt um málið á Reuters segir að veitingastaðir Ha Ha Bar & Grill verði sameinaðir öðrum rekstri Mitchells & Butler og felldir inn í staði á borð við All Bar One, Browns veitingahúsin og fleiri rekstrareiningar Mitchells & Butler. Fram kemur í fréttinni að Ha Ha Bar & Grill hafi selt yfir 100.000 steikarrétti og 70.000 fiskrétti á síðasta ári. Ha ha Bar & Grill tilheyrði félaginu Bay Restaurant Group en það félag var um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi. Bay Restaurant Group hélt utan um veitingahúsakeðjur í eigu Tchenquiz en meðal þeirra voru La Tasca og Ha Ha Bar & Grill. Kaupþing og Commerzbank eignuðust Bay Restaurant Group með því að breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé í fyrra. Eins og kunnugt er af fréttum var Tchenquiz einn af aðalviðskipta vinum Kaupþings á sínum tíma, átti hlut í Exista og sat í stjórn þess félags. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur í samvinnu við þýska bankann Commerzbank selt bresku veitingahúsakeðjuna Ha Ha Bar & Grill fyrir 19,5 milljónir punda eða um 3,5 milljarða kr. Kaupandinn er kráa- og veitingahúsakeðjan Mitchells & Butler. Í frétt um málið á Reuters segir að veitingastaðir Ha Ha Bar & Grill verði sameinaðir öðrum rekstri Mitchells & Butler og felldir inn í staði á borð við All Bar One, Browns veitingahúsin og fleiri rekstrareiningar Mitchells & Butler. Fram kemur í fréttinni að Ha Ha Bar & Grill hafi selt yfir 100.000 steikarrétti og 70.000 fiskrétti á síðasta ári. Ha ha Bar & Grill tilheyrði félaginu Bay Restaurant Group en það félag var um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi. Bay Restaurant Group hélt utan um veitingahúsakeðjur í eigu Tchenquiz en meðal þeirra voru La Tasca og Ha Ha Bar & Grill. Kaupþing og Commerzbank eignuðust Bay Restaurant Group með því að breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hlutafé í fyrra. Eins og kunnugt er af fréttum var Tchenquiz einn af aðalviðskipta vinum Kaupþings á sínum tíma, átti hlut í Exista og sat í stjórn þess félags.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira