Umræða um lúpínu og líffjölbreytni og svar við gagnrýni 1. október 2010 06:00 Í greinum sínum í Fréttablaðinu 4. september og 25. september gagnrýnir Snorri Baldursson greinar mínar í sama blaði frá 26. ágúst og 2. september þar sem ég mótmæli áformum umhverfisráðherra um herferð gegn lúpínu og skógarkerfli hér á landi. Gagnrýni mín beinist að þeim forsendum sem gefnar eru fyrir herferðinni. Annars vegar hvernig Ríó-samningurinn um líffjölbreytni er túlkaður og hins vegar þeirri staðhæfingu að lúpína og skógarkerfill séu framandi tegundir og raunveruleg ógn við meinta líffjölbreytni hér á landi í skilningi samningsins. Við Snorri virðumst ekki ósammála um skilgreiningarnar í samningnum en hins vegar um það hvað þær þýða fyrir okkur hér á landi. Snorri segir: „Það hefur verið staðfest með rannsóknum að alaskalúpína breiðist ekki aðeins yfir lítt grónar auðnir heldur einnig ýmsar gerði af algrónu landi svo sem mosaheiðar og lyngmóa. Þar sem hún fer yfir kæfir hún staðargróður, dregur stórlega úr tegundaauðgi og eykur einsleitni í gróðurfari. Útbreiðsla alaskalúpínu er því klárlega ógn fyrir þann lífbreytileika sem fyrir er á svæðinu." Ég vek athygli á þessu orðalagi Snorra. Umræðan er af hendi Snorra bundin við afmarkað svæði rannsóknasvæði og þær háplöntur sem þar eru fyrir - svæði þar sem gróðri hefur áður verið stórleg raskað og víða eytt af manna völdum. Engar rannsóknir hafa mér vitanlega verið gerðar á útbreiðslu lúpínu í algrónu, áður óröskuðu landi. Staðhæfingin um að lúpínan fari lítið sem ekkert inn á algróið, óraskað land stendur þar til rannsóknir hafa ótvírætt sýnt annað. Lyngheiðar eru hvergi að hverfa undir lúpínu. Einstakar lyngbreiður verða einungis fyrir áhrifum þar sem þær eru hluti af landi sem er rofið vegna ofbeitar um langan tíma líkt og í Hrísey og víðar í grennd við þéttbýli. Sama ástand má sjá á heiðunum fyrir ofan höfuðborgarbyggðina þar sem skörp skil eru milli lúpínugróinna rofsvæða og algróinna lyngmóa. Rannsóknir hafa beinst að landi sem hefur verið ofbeitt, raskað eða er nánast gróðurlaust af náttúrulegum ástæðum. Þar á lúpínan greiðan aðgang og er ekki um það deilt. Við slíkar aðstæðu getur það vissulega verið að fyrstu áhrif lúpínu séu ógn við „þann fjölbreytileika sem fyrir er á svæðinu" þegar lúpínan kemur til skjalanna ef líffjölbreytileikinn er metinn á mælikvarða fjölda þeirra háplantna sem vaxa við upphafið á landnámi lúpínunnar. En þá er mælikvarðinn á fjölbreytnina sú afmarkaða tegundafjölbreytni háplantna sem sumir líffræðingar kjósa að telja við slíkar aðstæður á afmörkuðum stað. Það er hins vegar hugmyndafræðilega lituð túlkun hugtaksins biodiversity í Ríó-sáttmálanum og jafngildir því að standa eigi vörð um manngerðar auðnir og ofbeitt lönd hér á landi. Látið er undir höfuð leggjast að rannsaka áhrifin á aðra þætti í fjölbreytni lífríkisins sem og áhrifin á gróðurframvindu yfir lengri tíma, ekki síst landnám tegunda eins og birkis, víðis, berjarunna - bæði innlendra og aðfluttra tegunda - í kjölfar lúpínunnar. Hvorki er reiknað með áhrifunum á örveruflóru og jarðvegsdýr sem eru undirstaða jarðvegsmyndunar, grósku og aukinnar framleiðslugetu gróðurlendisins. Ekki er heldur reiknað með fjölgun skordýra, fugla og spendýra sem með margvíslegum hætti hagnýta sér hið nýja gróðurlendi sem lúpínan og aukin gróðurfjölbreytni skapar. Þetta verður að teljast mjög sérstök og einstrengingsleg, grasafræðileg túlkun á hugtakinu líffjölbreytni. Sannleikurinn er sá að engar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstökum tegundum plantna eða upprunalegum gróðurhverfum sé raunverulega hætt hér á landi þótt sumar tegundir séu sjaldséðar og að vissulega séu í gangi töluverðar breytingar á útbreiðslu ýmissa tegunda í kjölfar friðunar og hlýnandi veðurfars. Engin íslensk plöntutegund er einlend - þ.e. vex einungis á Íslandi og engu öðru landi. Það ber að sjálfsögðu að athuga að Ísland er afar tegundafátækt miðað við ríkjandi vaxtarskilyrði í samanburði við grannlöndin og að ofnýting gróðurlendisins hefur valdið verulegri rýrnun þess. Mikilvægar tegundir hafa vikið fyrir beitinni eins belgjurtir og skógartegundir. Landið er því mjög opið fyrir aðflutningi nýrra tegunda - bæði með og án hjálpar mannsins. Reyndar hníga sterk rök að því að stór hluti tegunda hinnar íslensku flóru hafi borist hingað með mönnum á búsetutímanum. Ég get vissulega fallist á að ekki séu allar þessar nýju tegundir æskilegar og sumar valda okkur óþægindum. Það á reyndar bæði við um innfluttar og svokallaðar innlendar tegundir. En það er bæði óraunhæft og siðferðilega vafasamt að hefja opinbera herferð gegn þeim. Ekki verður séð á hvaða forsendum á að velja lífverur eftir gildishlöðnum orðum, „framandi" uppruna og meintri „ágengni" þeirra. Reyndar sést það í alþjóðlegri umræðu að þessi hugtök eru að verða mjög umdeild meðal líffræðinga, gagnstætt því sem Snorri virðist halda. Sem ræktunarmaður hef ég að sjálfsögðu ekkert að athuga við það að í stefnumótun opinberra aðila í landgræðslu og skógrækt sé forgangsraðað og ákveðið hvar - og hvar ekki - eigi að stunda uppgræðslustarf eða hvaða tegundir eigi - eða eigi ekki - að nota á hverjum stað. Ég hef heldur ekkert að athuga við það þótt grisjað sé og „illgresi" (röng planta á staðnum!) sé upprætt. Það geri ég sjálfur í eigin ræktunarstarfi og ræðst bæði af smekk og ræktunarmarkmiðum. Einnig eru stórir hlutar landsins þar sem náttúruöflin eiga að njóta sín án aðgerða okkar - nema þar sem þörf er vegna öryggis landsmanna eins og á Mýrdalssandi. En það þarf ekki að vísa til Ríó-sáttmála og kynda undir órökstuddan ótta við eyðingu á líffjölbreytni eða etja til andúðar á aðfluttum eða erlendum tegundum og efna til eiturefnaherferðar gegn þeim til að þess að stunda slíkt ræktunarstarf hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í greinum sínum í Fréttablaðinu 4. september og 25. september gagnrýnir Snorri Baldursson greinar mínar í sama blaði frá 26. ágúst og 2. september þar sem ég mótmæli áformum umhverfisráðherra um herferð gegn lúpínu og skógarkerfli hér á landi. Gagnrýni mín beinist að þeim forsendum sem gefnar eru fyrir herferðinni. Annars vegar hvernig Ríó-samningurinn um líffjölbreytni er túlkaður og hins vegar þeirri staðhæfingu að lúpína og skógarkerfill séu framandi tegundir og raunveruleg ógn við meinta líffjölbreytni hér á landi í skilningi samningsins. Við Snorri virðumst ekki ósammála um skilgreiningarnar í samningnum en hins vegar um það hvað þær þýða fyrir okkur hér á landi. Snorri segir: „Það hefur verið staðfest með rannsóknum að alaskalúpína breiðist ekki aðeins yfir lítt grónar auðnir heldur einnig ýmsar gerði af algrónu landi svo sem mosaheiðar og lyngmóa. Þar sem hún fer yfir kæfir hún staðargróður, dregur stórlega úr tegundaauðgi og eykur einsleitni í gróðurfari. Útbreiðsla alaskalúpínu er því klárlega ógn fyrir þann lífbreytileika sem fyrir er á svæðinu." Ég vek athygli á þessu orðalagi Snorra. Umræðan er af hendi Snorra bundin við afmarkað svæði rannsóknasvæði og þær háplöntur sem þar eru fyrir - svæði þar sem gróðri hefur áður verið stórleg raskað og víða eytt af manna völdum. Engar rannsóknir hafa mér vitanlega verið gerðar á útbreiðslu lúpínu í algrónu, áður óröskuðu landi. Staðhæfingin um að lúpínan fari lítið sem ekkert inn á algróið, óraskað land stendur þar til rannsóknir hafa ótvírætt sýnt annað. Lyngheiðar eru hvergi að hverfa undir lúpínu. Einstakar lyngbreiður verða einungis fyrir áhrifum þar sem þær eru hluti af landi sem er rofið vegna ofbeitar um langan tíma líkt og í Hrísey og víðar í grennd við þéttbýli. Sama ástand má sjá á heiðunum fyrir ofan höfuðborgarbyggðina þar sem skörp skil eru milli lúpínugróinna rofsvæða og algróinna lyngmóa. Rannsóknir hafa beinst að landi sem hefur verið ofbeitt, raskað eða er nánast gróðurlaust af náttúrulegum ástæðum. Þar á lúpínan greiðan aðgang og er ekki um það deilt. Við slíkar aðstæðu getur það vissulega verið að fyrstu áhrif lúpínu séu ógn við „þann fjölbreytileika sem fyrir er á svæðinu" þegar lúpínan kemur til skjalanna ef líffjölbreytileikinn er metinn á mælikvarða fjölda þeirra háplantna sem vaxa við upphafið á landnámi lúpínunnar. En þá er mælikvarðinn á fjölbreytnina sú afmarkaða tegundafjölbreytni háplantna sem sumir líffræðingar kjósa að telja við slíkar aðstæður á afmörkuðum stað. Það er hins vegar hugmyndafræðilega lituð túlkun hugtaksins biodiversity í Ríó-sáttmálanum og jafngildir því að standa eigi vörð um manngerðar auðnir og ofbeitt lönd hér á landi. Látið er undir höfuð leggjast að rannsaka áhrifin á aðra þætti í fjölbreytni lífríkisins sem og áhrifin á gróðurframvindu yfir lengri tíma, ekki síst landnám tegunda eins og birkis, víðis, berjarunna - bæði innlendra og aðfluttra tegunda - í kjölfar lúpínunnar. Hvorki er reiknað með áhrifunum á örveruflóru og jarðvegsdýr sem eru undirstaða jarðvegsmyndunar, grósku og aukinnar framleiðslugetu gróðurlendisins. Ekki er heldur reiknað með fjölgun skordýra, fugla og spendýra sem með margvíslegum hætti hagnýta sér hið nýja gróðurlendi sem lúpínan og aukin gróðurfjölbreytni skapar. Þetta verður að teljast mjög sérstök og einstrengingsleg, grasafræðileg túlkun á hugtakinu líffjölbreytni. Sannleikurinn er sá að engar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstökum tegundum plantna eða upprunalegum gróðurhverfum sé raunverulega hætt hér á landi þótt sumar tegundir séu sjaldséðar og að vissulega séu í gangi töluverðar breytingar á útbreiðslu ýmissa tegunda í kjölfar friðunar og hlýnandi veðurfars. Engin íslensk plöntutegund er einlend - þ.e. vex einungis á Íslandi og engu öðru landi. Það ber að sjálfsögðu að athuga að Ísland er afar tegundafátækt miðað við ríkjandi vaxtarskilyrði í samanburði við grannlöndin og að ofnýting gróðurlendisins hefur valdið verulegri rýrnun þess. Mikilvægar tegundir hafa vikið fyrir beitinni eins belgjurtir og skógartegundir. Landið er því mjög opið fyrir aðflutningi nýrra tegunda - bæði með og án hjálpar mannsins. Reyndar hníga sterk rök að því að stór hluti tegunda hinnar íslensku flóru hafi borist hingað með mönnum á búsetutímanum. Ég get vissulega fallist á að ekki séu allar þessar nýju tegundir æskilegar og sumar valda okkur óþægindum. Það á reyndar bæði við um innfluttar og svokallaðar innlendar tegundir. En það er bæði óraunhæft og siðferðilega vafasamt að hefja opinbera herferð gegn þeim. Ekki verður séð á hvaða forsendum á að velja lífverur eftir gildishlöðnum orðum, „framandi" uppruna og meintri „ágengni" þeirra. Reyndar sést það í alþjóðlegri umræðu að þessi hugtök eru að verða mjög umdeild meðal líffræðinga, gagnstætt því sem Snorri virðist halda. Sem ræktunarmaður hef ég að sjálfsögðu ekkert að athuga við það að í stefnumótun opinberra aðila í landgræðslu og skógrækt sé forgangsraðað og ákveðið hvar - og hvar ekki - eigi að stunda uppgræðslustarf eða hvaða tegundir eigi - eða eigi ekki - að nota á hverjum stað. Ég hef heldur ekkert að athuga við það þótt grisjað sé og „illgresi" (röng planta á staðnum!) sé upprætt. Það geri ég sjálfur í eigin ræktunarstarfi og ræðst bæði af smekk og ræktunarmarkmiðum. Einnig eru stórir hlutar landsins þar sem náttúruöflin eiga að njóta sín án aðgerða okkar - nema þar sem þörf er vegna öryggis landsmanna eins og á Mýrdalssandi. En það þarf ekki að vísa til Ríó-sáttmála og kynda undir órökstuddan ótta við eyðingu á líffjölbreytni eða etja til andúðar á aðfluttum eða erlendum tegundum og efna til eiturefnaherferðar gegn þeim til að þess að stunda slíkt ræktunarstarf hér á landi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun