Fótbolti

Roma hafði betur gegn nágrönnunum í Lazio

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Leikmenn Roma fagna marki í dag
Leikmenn Roma fagna marki í dag Getty Images

Það var sannkallaður nágrannaslagur þegar Lazio og Roma mættust á Ólympíuleikvangnum í Róm í dag. Roma hafði betur gegn toppliði Lazio, 0-2, og voru það Marco Borriello og Mirko Vucinic sem skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Þrátt fyrir úrsltin er Lazio áfram í efsta sæti deildarinnar eftir tíu leiki með 22 stig en AC Milan náði öðru sætinu eftir 2-3 útisigur gegn Bari og eru með 20 stig.

Juventus lyfti sér upp í 4. sæti með 18 stig eftir sigur á Cesena 3-1 og er Napoli einnig með 18 stig eftir 2-0 sigur á Parma.

Úrslit dagins í ítalska boltanum:

Fiorentina 1-0 Chievo

Bari 2-3 AC Milan

Juventus 3-1 Cesena

Lazio 0-2 AS Roma

Napoli 2-0 Parma

Sampdoria 0-0 Catania

Udinese 1-1 Cagliari










Fleiri fréttir

Sjá meira


×