Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Svavar Gestsson skrifar 1. júní 2010 08:58 Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun