Þúsundir milljarða á dauðum reikningum í Danmörku 26. október 2010 08:14 Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu" lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Hver Dani sem kominn er á fertugsaldurinn á að meðaltali tvo lífeyrissjóðsreikninga. Yfirleitt hefur hann eignast annan reikninginn við að skipta um vinnu og þar með byrjað að borga í annan lífeyrissjóð en hann var með áður. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þessir dauðu reikningar kosti viðkomandi töluverðar fjárhæðir á hverju ári því viðkomandi lífeyrissjóðir taka gjöld af þeim þótt engin hreyfing sé á reikningunum árum eða áratugum saman. Þessi gjöld geta numið allt að 1.500 dönskum kr., eða um 30.000 kr. á hverju ári. Þar til viðbótar kemur rekstrarkostnaður upp á 0,4-0,65% hjá mörgum sjóðanna af þeirri upphæð sem stendur inni á reikningnum. Þessir dauðu reikningar eru því mjög góð viðskipti fyrir lífeyrissjóðina að mati Jörgen Svendsen sem er sérfræðingur í rekstri lífeyrissjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Lars Ellehave-Andersen forstjóra PFA Pension eru um 65 milljarðar danskra kr. nú liggjandi inn á um 360.000 svona reikningum hjá sjóðnum, reikningum sem hvorki er borgað inn á né borgað út af. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu" lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Hver Dani sem kominn er á fertugsaldurinn á að meðaltali tvo lífeyrissjóðsreikninga. Yfirleitt hefur hann eignast annan reikninginn við að skipta um vinnu og þar með byrjað að borga í annan lífeyrissjóð en hann var með áður. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þessir dauðu reikningar kosti viðkomandi töluverðar fjárhæðir á hverju ári því viðkomandi lífeyrissjóðir taka gjöld af þeim þótt engin hreyfing sé á reikningunum árum eða áratugum saman. Þessi gjöld geta numið allt að 1.500 dönskum kr., eða um 30.000 kr. á hverju ári. Þar til viðbótar kemur rekstrarkostnaður upp á 0,4-0,65% hjá mörgum sjóðanna af þeirri upphæð sem stendur inni á reikningnum. Þessir dauðu reikningar eru því mjög góð viðskipti fyrir lífeyrissjóðina að mati Jörgen Svendsen sem er sérfræðingur í rekstri lífeyrissjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Lars Ellehave-Andersen forstjóra PFA Pension eru um 65 milljarðar danskra kr. nú liggjandi inn á um 360.000 svona reikningum hjá sjóðnum, reikningum sem hvorki er borgað inn á né borgað út af.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira