Innlent

Minni gosvirkni

Mynd/Pjetur
Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, öskumyndun er minni og litlar fréttir af hafa borist af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Þar kemur fram að öll nauðsynleg starfsemi hefur gengið eðlilega í dag. Engar truflanir hafa verið á dreifingu raforku og neysluvatn er í lagi. Fjarskipti hafa gengið eðlilega. Þá hafa engar fréttir borist af skorti á nauðsynjum.

Þúsund farþegar flugu til Noregs

Samtals flugu um 1000 farþegar frá Íslandi til Þrándheims með flugvélum Icelandair og Iceland Express í dag. Líkt og áður hefur komið fram var gefin flugheimild til Noregs. Samkvæmt öskudreifingaspám sem gerðar eru á sex klukkutíma fresti af Upplýsingamiðstöð gjóskudreifingar í London þá lítur út fyrir að hægt verið að fljúga til fleiri Norðurlanda á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×