Siðferðisvandi stjórnsýslunnar Ólína Þorvarðardóttir skrifar 7. mars 2011 09:52 Að hafa hlutverk og bera ábyrgð hefur hingað til þótt vegsemd. En vandi fylgir vegsemd hverri, og í okkar litla samfélagi höfum við full mörg dæmi um að þeir sem hlotið hafa vegsemdina hafa ekki vandað sig nóg til að valda henni. Óvandvirkni er siðferðisskortur af sömu rót og agaleysi og ótrúmennska. Afleiðingin birtist í því að menn axla ekki þá hlutverkabundnu ábyrgð sem starfi þeirra fylgir, þ.e. að sjá til þess að ákveðnir hlutir gerist eða gerist ekki í krafti þess að þeir gegna tiltekinni stöðu og hafa umsjón með tilteknu starfssviði. Í opinberri stjórnsýslu skiptir miklu að siðferði og starfshættir séu svo vel samofnir að ekki verði sundur skilið. Á ráðuneytum og opinberum stofnunum velta fjárreiður hins opinbera. Þaðan streyma milljarðar af almannafé til ýmissa verkefna úti í samfélaginu. Þeir sem trúað er fyrir ráðstöfun almannafjár bera á því samfélagslega ábyrgð að fjármunir nýtist sem best. Það á ekki aðeins við um stjórnmálamenn heldur alla opinbera starfsmenn. Hvernig er íslensk stjórnsýsla að standast þetta próf? Nokkrar nýlegar úttektir Ríkisendurskoðunar tala einu máli: Skortur á eftirliti, slæleg umsýsla og pólitískt ábyrðarleysi hefur einkennt meðferð opinberra fjármuna um langt árabil. Virðist einu gilda hvort litið er til nýsköpunar í atvinnulífi, búvörusamninga eða menntakerfisins. Nýlega kom til umræðu í þinginu skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamnings menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut. Sú skýrsla er þungur áfellisdómur. Hún sýnir eftir litslausan fjáraustur til skólans á árunum 2004-2007 þegar hundruð milljóna króna streymdu til skólans á grundvelli áætlana en ekki raunverulegra upplýsinga um nemendafjölda. Þá hefur Ríkisendurskoðun gagnrýnt ógagnsæi og ómarkvissa meðferð fjármuna í háskólastarfi og bent á mikilvægi þess að fjármögnunarkerfi háskólanna stuðli að því að stefna stjórnvalda nái fram að ganga og skattfé nýtist á hagkvæman og árangursríkan hátt. Má af skýrslunni skilja að núverandi fjármögnunarkerfi háskólanna skapi óeðlilegan aðstöðumun milli þeirra og hamli samstarfi þeirra í kennslu og rannsóknum. En ónákvæmni og fjáraustur er ekki eini vandi stjórnsýslunnar. Úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnana sem styðja við atvinnu- og byggðaþróun í landinu leiðir einnig í ljós ógagnsæi og óljósa verkaskiptingu. Á þessu ári verður 1100 milljónum króna varið til þessa málaflokks af fjárlögum ríkisins. Fram kemur í úttektinni að skipulagi og eftirliti með þessum málaflokki sé verulega ábótavant og kerfið bæði flókið og ógagnsætt; samvinna aðila sem styðja við atvinnu- og byggðaþróun sé ekki næg og verkaskipting á milli þeirra sé óljós. Stuðningskerfið fær þann dóm að vera flókið. Ófullnægjandi skráning fjárhagsupplýsinga torveldi skýra heildarsýn yfir ráðstöfun fjármuna. Ríkisendurskoðun leggur til að úr þessu verði bætt og telur að í kjölfarið verði að greina kostnað og ávinning af stuðningi við atvinnu- og byggðaþróun til að hægt sé að meta hvort fjármagn sem veitt er til málaflokksins hafi verið nýtt með hagkvæmum og árangursríkum hætti. Annað dæmi um vanhöld á eftirliti birtist okkur í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd búvörusamninga 2001-2007. Þar kemur fram að eftirlit er slælegt, ónákvæmni í bókhaldi, háar upphæðir hafa verið rangfærðar milli liða og ára (150 m.kr) og greiðslur inntar af hendi fyrir umsýslu án þess að tilhlýðilegir þjónustusamningar liggi þar að baki. Telur Ríkisendurskoðun brýnt að ráðuneytið sinni betur eftirlitsskyldu sinni, gagnsæi útreikninga verði aukið og þjónustusamningar gerðir vegna umsýsluþóknana. Eldri úttektir Ríkisendurskoðunar sýna ennfremur að framkvæmd búvörusamninga hefur lengi verið ábótavant. Á árabilinu 1988-1991 kostuðu slík vanhöld ríkissjóð 4,5 milljarða króna í viðbótarkostnað vegna greiðslna umfram áætlaðar forsendur við framleiðslustjórnun landbúnaðarvara. Þau dæmi sem hér hafa verið tilfærð eiga sér öll upphaf og rót í pólitískum vilja valdhafanna, sum geta jafnvel kallast gæluverkefni. Það er umhugsunarefni hver áhrif það hefur á framkvæmd og eftirlit með verkefnum þegar starfsmenn ráðuneyta og vörslumenn opinbers fjár vita af pólitískum vilja á bak við tjöldin. Því fylgir ábyrgð að hafa hlutverk. Pólitísk markmið verða lítils virði ef ekki fylgja efndir, en efndirnar velta á heilindum og getu stjórnkerfisins til þess að fylgja málum eftir. Og hvað eru heilindi í stjórnun? Það er hinn samþætti strengur siðferðis og starfshátta sem þarf að vera svo þétt ofinn að ekki verði sundur skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Að hafa hlutverk og bera ábyrgð hefur hingað til þótt vegsemd. En vandi fylgir vegsemd hverri, og í okkar litla samfélagi höfum við full mörg dæmi um að þeir sem hlotið hafa vegsemdina hafa ekki vandað sig nóg til að valda henni. Óvandvirkni er siðferðisskortur af sömu rót og agaleysi og ótrúmennska. Afleiðingin birtist í því að menn axla ekki þá hlutverkabundnu ábyrgð sem starfi þeirra fylgir, þ.e. að sjá til þess að ákveðnir hlutir gerist eða gerist ekki í krafti þess að þeir gegna tiltekinni stöðu og hafa umsjón með tilteknu starfssviði. Í opinberri stjórnsýslu skiptir miklu að siðferði og starfshættir séu svo vel samofnir að ekki verði sundur skilið. Á ráðuneytum og opinberum stofnunum velta fjárreiður hins opinbera. Þaðan streyma milljarðar af almannafé til ýmissa verkefna úti í samfélaginu. Þeir sem trúað er fyrir ráðstöfun almannafjár bera á því samfélagslega ábyrgð að fjármunir nýtist sem best. Það á ekki aðeins við um stjórnmálamenn heldur alla opinbera starfsmenn. Hvernig er íslensk stjórnsýsla að standast þetta próf? Nokkrar nýlegar úttektir Ríkisendurskoðunar tala einu máli: Skortur á eftirliti, slæleg umsýsla og pólitískt ábyrðarleysi hefur einkennt meðferð opinberra fjármuna um langt árabil. Virðist einu gilda hvort litið er til nýsköpunar í atvinnulífi, búvörusamninga eða menntakerfisins. Nýlega kom til umræðu í þinginu skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamnings menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut. Sú skýrsla er þungur áfellisdómur. Hún sýnir eftir litslausan fjáraustur til skólans á árunum 2004-2007 þegar hundruð milljóna króna streymdu til skólans á grundvelli áætlana en ekki raunverulegra upplýsinga um nemendafjölda. Þá hefur Ríkisendurskoðun gagnrýnt ógagnsæi og ómarkvissa meðferð fjármuna í háskólastarfi og bent á mikilvægi þess að fjármögnunarkerfi háskólanna stuðli að því að stefna stjórnvalda nái fram að ganga og skattfé nýtist á hagkvæman og árangursríkan hátt. Má af skýrslunni skilja að núverandi fjármögnunarkerfi háskólanna skapi óeðlilegan aðstöðumun milli þeirra og hamli samstarfi þeirra í kennslu og rannsóknum. En ónákvæmni og fjáraustur er ekki eini vandi stjórnsýslunnar. Úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi stofnana sem styðja við atvinnu- og byggðaþróun í landinu leiðir einnig í ljós ógagnsæi og óljósa verkaskiptingu. Á þessu ári verður 1100 milljónum króna varið til þessa málaflokks af fjárlögum ríkisins. Fram kemur í úttektinni að skipulagi og eftirliti með þessum málaflokki sé verulega ábótavant og kerfið bæði flókið og ógagnsætt; samvinna aðila sem styðja við atvinnu- og byggðaþróun sé ekki næg og verkaskipting á milli þeirra sé óljós. Stuðningskerfið fær þann dóm að vera flókið. Ófullnægjandi skráning fjárhagsupplýsinga torveldi skýra heildarsýn yfir ráðstöfun fjármuna. Ríkisendurskoðun leggur til að úr þessu verði bætt og telur að í kjölfarið verði að greina kostnað og ávinning af stuðningi við atvinnu- og byggðaþróun til að hægt sé að meta hvort fjármagn sem veitt er til málaflokksins hafi verið nýtt með hagkvæmum og árangursríkum hætti. Annað dæmi um vanhöld á eftirliti birtist okkur í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd búvörusamninga 2001-2007. Þar kemur fram að eftirlit er slælegt, ónákvæmni í bókhaldi, háar upphæðir hafa verið rangfærðar milli liða og ára (150 m.kr) og greiðslur inntar af hendi fyrir umsýslu án þess að tilhlýðilegir þjónustusamningar liggi þar að baki. Telur Ríkisendurskoðun brýnt að ráðuneytið sinni betur eftirlitsskyldu sinni, gagnsæi útreikninga verði aukið og þjónustusamningar gerðir vegna umsýsluþóknana. Eldri úttektir Ríkisendurskoðunar sýna ennfremur að framkvæmd búvörusamninga hefur lengi verið ábótavant. Á árabilinu 1988-1991 kostuðu slík vanhöld ríkissjóð 4,5 milljarða króna í viðbótarkostnað vegna greiðslna umfram áætlaðar forsendur við framleiðslustjórnun landbúnaðarvara. Þau dæmi sem hér hafa verið tilfærð eiga sér öll upphaf og rót í pólitískum vilja valdhafanna, sum geta jafnvel kallast gæluverkefni. Það er umhugsunarefni hver áhrif það hefur á framkvæmd og eftirlit með verkefnum þegar starfsmenn ráðuneyta og vörslumenn opinbers fjár vita af pólitískum vilja á bak við tjöldin. Því fylgir ábyrgð að hafa hlutverk. Pólitísk markmið verða lítils virði ef ekki fylgja efndir, en efndirnar velta á heilindum og getu stjórnkerfisins til þess að fylgja málum eftir. Og hvað eru heilindi í stjórnun? Það er hinn samþætti strengur siðferðis og starfshátta sem þarf að vera svo þétt ofinn að ekki verði sundur skilið.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar