Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2011 19:15 Mynd/AP Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira