Innlent

Finnskur kokkur sigraði

Matti Jämsen, finnskur kokkur, bar sigur úr bítum á Food and Fun hátíðinni í dag og bar hátíðin í ár svo sannarlega nafn með rentu að sögn keppenda sem fréttastofa ræddi við í dag.

Fimmtán veitingastaðir taka þátt í hátíðinni í ár en hún er nú haldin í tíunda sinn. Hver veitingastaður hefur einn erlendan gestakokk sem setur saman sinn einstaka matseðil.

Í gær valdi fjölþjóðleg dómnefnd þrjá kokka sem kepptu til úrslita í dag. Það voru keppendur frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem komust í úrslit.

Og eins og fyrr segir bar Matti Jämsen sigur úr bítum á hátíðinni en hann er í hópi ungra norrænna matreiðslumeistara. Þeir hafa helgað sig því sem er kallað „nýr norrænn matur" en í því felst að nota staðbundin hráefni við matreiðslu og samsetningu matseðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×