Britsave Hallgrímur Helgason skrifar 12. mars 2011 10:00 Haustið 2006 setti British Avland Bank upp netbankaútibú hér á landi og kallaði Britsave. Hvorki íslenskar né breskar eftirlitsstofnanir gerðu athugasemdir við starfsemina þrátt fyrir að búa yfir upplýsingum sem sýndu að bakhjarl netbankans stóð völtum fótum. Britsave bauð upp á mun betri ávöxtun en þekktist hérlendis. Ófáir Íslendingar hlupu til og fluttu sparnað sinn úr íslensku bönkunum yfir í breska netbankann. Í byrjun árs 2008 tók að hrikta í fjármálakerfi heimsins og beindust augu margra að Bretlandi. Fjármálasérfræðingar höfðu áhyggjur af ofvexti breska bankakerfisins og vöruðu stjórnmálamenn ítrekað við hættunum sem af því gætu stafað. Gekk þetta svo langt að á fundi forsætisráðherra Íslands og Bretlands í apríl sama ár lagði sá fyrrnefndi til að Bretar hugleiddu aðstoð frá AGS. Um líkt leyti birtist breski seðlabankastjórinn í símaviðtali á Stöð 2 þar sem hann fullvissaði Íslendinga um að ef illa færi myndi breski innstæðutryggingasjóðurinn ábyrgjast Britsave-reikningana. "En jafnvel þó svo færi, breska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum."Svartur október Um haustið skall alþjóðlega fjármálakreppan á. British Avland Bank var einn þeirra banka sem riðuðu til falls í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers í New York. Breski seðlabankastjórinn mætti nú í viðtal á BBC og fullyrti, þvert á fyrri orð, að bresk stjórnvöld myndu "ekki ábyrgjast skuldir óreiðumanna". Þótt óljóst væri hvað fólst í þeim orðum vöktu þau ugg meðal íslenskra ráðamanna og í býtið daginn eftir krafði íslenski fjármálaráðherrann kollega sinn í Lundúnum um skýr svör. Þegar þau fengust ekki greip íslenska ríkisstjórnin til þeirra ráða að frysta allar eigur Britsave á Íslandi með sérstakri lagasetningu. Sú aðgerð dugði hinsvegar skammt því í ljós kom að allt fé netbankans var á bak og burt. Síðar um daginn bárust svo fréttir af því að breska fjármálaeftirlitið hefði yfirtekið rekstur móðurbankans. British Avland var fallinn og íslenskur almenningur stóð uppi með tóma innlánsreikninga. Viðbrögð fólks lýstu reiði og vonleysi. Margir höfðu tapað ævisparnaðinum, aðrir aleigunni. Um kvöldið safnaðist hópur fólks framan við breska sendiráðið í Reykjavík. Rúður voru brotnar og bál var kveikt. Ólætin stóðu langt fram eftir nóttu og yfir tuttugu einstaklingar gistu fangageymslur. Sérsveit lögreglu náði við illan leik að forða breska sendiherranum, fjölskyldu hans og starfsfólki sendiráðsins, út bakdyramegin í brynvarinn bíl.Bretahatur Ekkert lát var á mótmælum næstu vikur og óeirðalögregla tók upp fasta vakt við sendiráðið. Það kom þó ekki í veg fyrir að kveikt var í húsinu um miðjan nóvember. Fyrirhuguðum Íslandsheimsóknum hljómsveitanna Travis og Arcade Fire var aflýst, hundruðir manna sögðu sig úr Manchester United-, Arsenal- og Liverpool-klúbbunum, og í Reykjanesbæ komu unglingar saman og brenndu Harry Potter bækur á tröppum ráðhússins. Fréttatímarnir yfirfylltust af viðtölum við fokreiða landa: Kona á Selfossi hafði tapað andvirði einbýlishúss, hjón á Hofsósi misstu sjóðinn sem þau höfðu safnað í til elliáranna, maður í Kópavogi tapaði 160 milljónum króna. Ýmis félagasamtök og stéttarfélög áttu einnig um sárt að binda. Þannig tapaði Félag langveikra barna öllum framlögum sem safnast höfðu í nýliðinni landssöfnun, og Rauði krossinn afrakstri átaksins Göngum til góðs. Með sjónvarpsviðtölum við reiða Íslendinga birtust svipmyndir af bankastjórunum bresku og hugmyndafræðingunum á bakvið Britsave, jakkafataklæddum á ferð um fjármálahverfi Lundúnaborgar.Náin tengsl Ekki minnkaði reiði landsmanna þegar fjölmiðlar tóku að grafast fyrir um fortíð bankans. Í ljós kom að British Avland bankinn hafði lengst af verið ríkisbanki en í umdeildri einkavæðingu í byrjun aldar verið seldur hópi kaupsýslumanna með vafasama fortíð í Rússlandi Jeltsíns. Tíunduð voru tengsl hópsins við ráðherra í bresku ríkisstjórninni og staðfest að varaformaður stjórnar bankans var einkavinur þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Sá síðarnefndi var nú orðinn seðlabankastjóri, sá hinn sami og hafði fullvissað íslenskan almenning um ábyrgð breskra yfirvalda á Britsave. Þá vakti það enn fremur gremju er fréttist að ráðuneytisstjóri í breska fjármálaráðuneytinu hafði selt hlutabréf sín í BAB, fyrir tæplega eina milljón punda, tveimur vikum fyrir fall bankans, eftir að hafa setið neyðarfundi um fallvaltleika Britsave-reikninganna.Með góðu eða illu Bretahatrið tók þó fyrst við sér þegar breska ríkisstjórnin neitaði að gangast í ábyrgð fyrir British Avland þegar í stað og greiða fyrir tjón viðskiptavina hans á Íslandi, en tapið var talið hlaupa á eitt til tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Einkum lagðist þessi afstaða illa í landann í ljósi þess að nokkrum vikum áður hafði breska þingið samþykkt neyðarlög sem tryggðu allar innstæður í þeim útibúum breskra banka sem starfrækt voru á Bretlandseyjum. Að loknum löngum fundi ákvað ríkisstjórn Íslands að bæta þeim landsmönnum sem áttu fé á Britsave-reikningunum tapið með sérstökum framlögum úr ríkissjóði. Ákvörðunin var umdeild. Margir sökuðu Britsave-reikningshafa um grægði, og setningar eins og "þetta fólk getur sjálfu sér um kennt" og "afhverju á öll þjóðin að blæða fyrir græðgi örfárra?" flugu um netheima. Málið fékkst þó samþykkt á Alþingi með naumum meirihluta. Við umræðurnar lét fjármálaráðherra þau orð falla að vissulega væri málið "ömurlegt í heild sinni" en fleira yrði að gera en gott þætti. Hann fullvissaði þjóðina um að hér væri aðeins um tímabundin útgjöld að ræða. "Þessa peninga munum við sækja til Bretlands, með góðu eða illu!"Britsave II Í byrjun árs 2009 voru fyrstu samningafundirnir í Britsave-deilunni haldnir í Reykjavík. Bretar höfðu þá viðurkennt ábyrgð sína á innstæðunum eftir þrýsting frá Evrópusambandinu og undirritað viljayfirlýsingu (Britsave I) þess efnis. Deilan hafði þá vakið talsverða athygli utan landanna tveggja, ekki síst hin óbilgjarna afstaða Breta, þar sem Britsave-skuldin var einungis brot af þarlendri þjóðarframleiðslu. Breska stjórnin taldi málið þó mikilvægt því það hefði "ótvírætt fordæmisgildi". Snemmsumars lágu samningsdrög fyrir og voru skömmu síðar lögð fyrir breska þingið en mættu þar mikilli andstöðu. Harðastir gegn samningunum voru samflokksmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem nú gegndi embætti seðlabankastjóra. Umræður um málið urðu hatrammar og stóðu með hléum allt til áramóta þegar Britsave II var loks samþykkt í breska þinginu með stuðningi nokkurra þingmanna úr minnihlutanum. Samkvæmt samningunum skuldbundu Bretar sig til að láta þrotabú British Avland bankans ganga upp í Britsave-skuld þeirra við Íslendinga og greiða síðan eftirstöðvarnar á tíu árum.Óvænt útspil Hin langa saga málsins tók hinsvegar óvæntan snúning þegar Englandsdrottning beitti fornu lagaákvæði, sem aðeins einu sinni áður hafði verið virkjað í breskri sögu, og vísaði málinu í þjóðaratkvæði. Meginrök drottningar voru þau að "gjá hefði myndast milli þings og þjóðar", en deilan brann heitt á breskum almenningi sem leit á Britsave-málið sem prófstein á það að græðgi fjárglæframanna nyti ekki ábyrgðar ríkissjóðs. Vikurnar á undan höfðu nýstofnuð samtök áhugafólks, ItDepends, safnað yfir 30 milljón undirskriftum sem skoruðu á drottningu að synja lögunum staðfestingar. Til að gera langa sögu stutta felldi breska þjóðin málið í þjóðaratkvæðagreiðslu með miklum meirihluta. Viðbrögðin á Íslandi létu ekki á sér standa. Ný tegund mótmæla varð til þess að flugfélögin Icelandair og Iceland Express lögðu endanlega niður flug til Bretlandseyja, og stuttu síðar varð Framhaldsskólinn á Húsavík fyrstur skóla til að leggja alfarið niður kennslu í ensku. Sjálfhætt var hjá íslensku leikmönnunum í enska boltanum og þeir komu saman heim með Goðafossi í lok janúar. Þá var hárgreiðslukona úr Grindavík hætt komin er hún kveikti í sér á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna.Britsave III Við tók ný samningalota sem, vegna þingkosninga og stjórnarskipta í Bretlandi, lauk ekki fyrr en síðla hausts 2010. Skipuð hafði verið ný samninganefnd fyrir Íslands hönd, undir forystu bandaríska samningamannsins Lee Bullhawk. Bretar mættu einnig með nýskipað lið. Fyrir nefnd þeirra fór Daninn Jesper Poulsen, sem samkvæmt breskum dagblöðum var talinn "þekkja vel hugarfar hinnar óbilgjörnu norrænu eyjþjóðar". Ráðning hans lagðist illa í marga Íslendinga og samfara nýtilkomnu Bretahatri gekk hið fræga Danahatur í endurnýjun lífdaga. Nýr samningur í Britsave-málinu lá fyrir í lok nóvember. Ekki voru allir sannfærðir um ágæti hans. Í Silfri Egils og fleiri þáttum fullvissuðu íslensku samningamennirnir þjóð sína um að lengra yrði ekki komist gagnvart þessari "þrjósku og nísku eyþjóð" á meðan sömu menn voru í símatímum útvarpsstöðva sakaðir um landráð. Í Bretlandi risu deilurnar þó öllu hærra. Þarlendir sérfræðingar í Evrópurétti, sem og lagaprófessorar við háskólana í Oxford og Cambridge, fullyrtu að Bretum bæri "engin lagaleg skylda til að bæta það tjón sem breskur einkabanki veldur í öðrum löndum", töluðu um "prinsippmál" og vildu láta reyna á "dómstólaleiðina". Aðrir töldu þó farsælla að leysa málið með samningum, ella gæti það endað fyrir Evrópudómstólnum þar sem Bretar ættu síður von á góðu, í ljósi þess hvernig deilan hófst. Eftir stutta en snarpa umræðu í breska þinginu var Britsave III samþykkt með traustum meirihluta atkvæða. "Það er gott að fá þetta mál út úr heiminum," sagði stjórnarþingmaður í viðtali við Sky fréttastöðina.Þjóðin sem löggjafi Elísabet önnur Englandsdrottning var þó ekki á sama máli. Eftir að hafa tekið sér tveggja sólarhringa umhugsunarfrest ákvað hún að vísa hinum nýju samningum til þjóðarinnar, rétt eins og þeim fyrri. "Það grundvallaratriði hlýtur því að ráða niðurstöðu krúnunnar, hvað sem líður kostum hinna nýju samninga, að þjóðin fór með löggjafarvald í Britsave-málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að þingið ráði nú eitt niðurstöðu málsins." Tilkynningu Bretadrottningar var sjónvarpað beint á Íslandi og óhætt er að segja að landið hafi nötrað í kjölfarið. Forsætisráðherra hvatti fólk til stillingar en þrátt fyrir það söfnuðust um það bil tvö þúsund manns við breska sendiráðið og létu ófriðlega. Bretahatrið náði nýjum hæðum. Fremstir í flokki fóru Evrópuandstæðingar, anarkistar, ungir andkapítalistar og nýstofnaður flokkur þjóðernissinnaðra hægrimanna, Heimavörn. Var þess krafist að Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta þegar í stað og sendiráðinu í Lundúnum yrði lokað. Á stærstu gatnamótum höfuðborgarinnar birtust níðmyndir af Englandsdrottningu sem og andsamkynhneigð slagorð um leikarann og sjónvarpsmanninn Stephen Fry. Þá voru tvær naktar brúður sem hengdar höfðu verið í göngubrú yfir Miklabraut látnar óáreittar af lögreglu. Brúðurnar, sem héngu í hengingaról og skörtuðu áberandi kynfærum, sýndu andlit Karls Bretaprins og Camillu konu hans. Eftir að rúður höfðu verið brotnar á skemmtistaðnum Players og fleiri boltabörum ákvað Stöð 2 Sport síðan að leggja niður útsendingar frá leikjum í enska boltanum. RÚV brást við með því að fresta frekari sýningum á bresku sjónvarpsefni, svo sem Skúla skelfi, Taggart og Dauðir rísa.Amman og dópið Nú er aðeins tæpur mánuður þar til Bretar ganga að kjörborðinu. Margir Íslendingar láta sér fátt um finnast á meðan aðrir fylgjast með kosningabaráttunni í gegnum breskar sjónvarpsstöðvar og netsíður, en flestir íslenskir fjölmiðlar hafa nú úthýst öllum fréttum frá Bretlandi. Sjónarmiðin sem heyrast eru söm og áður. Andstæðingar samninganna fullyrða að það sé "ekkert í evrópskri löggjöf sem skipar okkur að borga Britsave" á meðan fylgjendur þeirra vilja "sýna Íslendingum sanngirni". Í vikunni sem leið vakti sjónvarpskonan Urmee Dhai nokkra athygli er hún lýsti því yfir í þætti sínum að "Bretar verði þó að horfast í augu við þá staðreynd að hér fór breskur banki ránshendi um íslensk heimili." Sjónarmið hennar þótti þó missa vægi er breskir miðlar greindu frá vinskap hennar við íslensku forsetafrúna. Hinn kunni dálkahöfundur Guardian, Arthur Donaly, orðaði andstæð sjónarmið er hann þvertók fyrir að Britsave-málið væri hefðbundin milliríkjadeila. "Málið er miklu stærra en svo. Það snýst um þá einföldu kröfu að almenningur sé ekki látinn blæða fyrir asnaskap gráðugra bankamanna. Afhverju ætti amma gamla að greiða fíkniefnaskuld barnabarnsins?" Vöruflutningabílstjóri á Bíldudal, sem tapað hafði "heilsunni og fjölskyldunni" á Britsave, brást við þeim orðum með því að brenna breska fánann í garðinum hjá sér, í fimmtánda sinn. Nýjustu skoðanakannanir sýna að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar geta farið á hvorn veginn sem er. Kosið verður 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Haustið 2006 setti British Avland Bank upp netbankaútibú hér á landi og kallaði Britsave. Hvorki íslenskar né breskar eftirlitsstofnanir gerðu athugasemdir við starfsemina þrátt fyrir að búa yfir upplýsingum sem sýndu að bakhjarl netbankans stóð völtum fótum. Britsave bauð upp á mun betri ávöxtun en þekktist hérlendis. Ófáir Íslendingar hlupu til og fluttu sparnað sinn úr íslensku bönkunum yfir í breska netbankann. Í byrjun árs 2008 tók að hrikta í fjármálakerfi heimsins og beindust augu margra að Bretlandi. Fjármálasérfræðingar höfðu áhyggjur af ofvexti breska bankakerfisins og vöruðu stjórnmálamenn ítrekað við hættunum sem af því gætu stafað. Gekk þetta svo langt að á fundi forsætisráðherra Íslands og Bretlands í apríl sama ár lagði sá fyrrnefndi til að Bretar hugleiddu aðstoð frá AGS. Um líkt leyti birtist breski seðlabankastjórinn í símaviðtali á Stöð 2 þar sem hann fullvissaði Íslendinga um að ef illa færi myndi breski innstæðutryggingasjóðurinn ábyrgjast Britsave-reikningana. "En jafnvel þó svo færi, breska ríkið verandi skuldlaust, væri það ekki of stór biti fyrir ríkið að kyngja, ef það ákvæði að kyngja honum."Svartur október Um haustið skall alþjóðlega fjármálakreppan á. British Avland Bank var einn þeirra banka sem riðuðu til falls í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers í New York. Breski seðlabankastjórinn mætti nú í viðtal á BBC og fullyrti, þvert á fyrri orð, að bresk stjórnvöld myndu "ekki ábyrgjast skuldir óreiðumanna". Þótt óljóst væri hvað fólst í þeim orðum vöktu þau ugg meðal íslenskra ráðamanna og í býtið daginn eftir krafði íslenski fjármálaráðherrann kollega sinn í Lundúnum um skýr svör. Þegar þau fengust ekki greip íslenska ríkisstjórnin til þeirra ráða að frysta allar eigur Britsave á Íslandi með sérstakri lagasetningu. Sú aðgerð dugði hinsvegar skammt því í ljós kom að allt fé netbankans var á bak og burt. Síðar um daginn bárust svo fréttir af því að breska fjármálaeftirlitið hefði yfirtekið rekstur móðurbankans. British Avland var fallinn og íslenskur almenningur stóð uppi með tóma innlánsreikninga. Viðbrögð fólks lýstu reiði og vonleysi. Margir höfðu tapað ævisparnaðinum, aðrir aleigunni. Um kvöldið safnaðist hópur fólks framan við breska sendiráðið í Reykjavík. Rúður voru brotnar og bál var kveikt. Ólætin stóðu langt fram eftir nóttu og yfir tuttugu einstaklingar gistu fangageymslur. Sérsveit lögreglu náði við illan leik að forða breska sendiherranum, fjölskyldu hans og starfsfólki sendiráðsins, út bakdyramegin í brynvarinn bíl.Bretahatur Ekkert lát var á mótmælum næstu vikur og óeirðalögregla tók upp fasta vakt við sendiráðið. Það kom þó ekki í veg fyrir að kveikt var í húsinu um miðjan nóvember. Fyrirhuguðum Íslandsheimsóknum hljómsveitanna Travis og Arcade Fire var aflýst, hundruðir manna sögðu sig úr Manchester United-, Arsenal- og Liverpool-klúbbunum, og í Reykjanesbæ komu unglingar saman og brenndu Harry Potter bækur á tröppum ráðhússins. Fréttatímarnir yfirfylltust af viðtölum við fokreiða landa: Kona á Selfossi hafði tapað andvirði einbýlishúss, hjón á Hofsósi misstu sjóðinn sem þau höfðu safnað í til elliáranna, maður í Kópavogi tapaði 160 milljónum króna. Ýmis félagasamtök og stéttarfélög áttu einnig um sárt að binda. Þannig tapaði Félag langveikra barna öllum framlögum sem safnast höfðu í nýliðinni landssöfnun, og Rauði krossinn afrakstri átaksins Göngum til góðs. Með sjónvarpsviðtölum við reiða Íslendinga birtust svipmyndir af bankastjórunum bresku og hugmyndafræðingunum á bakvið Britsave, jakkafataklæddum á ferð um fjármálahverfi Lundúnaborgar.Náin tengsl Ekki minnkaði reiði landsmanna þegar fjölmiðlar tóku að grafast fyrir um fortíð bankans. Í ljós kom að British Avland bankinn hafði lengst af verið ríkisbanki en í umdeildri einkavæðingu í byrjun aldar verið seldur hópi kaupsýslumanna með vafasama fortíð í Rússlandi Jeltsíns. Tíunduð voru tengsl hópsins við ráðherra í bresku ríkisstjórninni og staðfest að varaformaður stjórnar bankans var einkavinur þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Sá síðarnefndi var nú orðinn seðlabankastjóri, sá hinn sami og hafði fullvissað íslenskan almenning um ábyrgð breskra yfirvalda á Britsave. Þá vakti það enn fremur gremju er fréttist að ráðuneytisstjóri í breska fjármálaráðuneytinu hafði selt hlutabréf sín í BAB, fyrir tæplega eina milljón punda, tveimur vikum fyrir fall bankans, eftir að hafa setið neyðarfundi um fallvaltleika Britsave-reikninganna.Með góðu eða illu Bretahatrið tók þó fyrst við sér þegar breska ríkisstjórnin neitaði að gangast í ábyrgð fyrir British Avland þegar í stað og greiða fyrir tjón viðskiptavina hans á Íslandi, en tapið var talið hlaupa á eitt til tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Einkum lagðist þessi afstaða illa í landann í ljósi þess að nokkrum vikum áður hafði breska þingið samþykkt neyðarlög sem tryggðu allar innstæður í þeim útibúum breskra banka sem starfrækt voru á Bretlandseyjum. Að loknum löngum fundi ákvað ríkisstjórn Íslands að bæta þeim landsmönnum sem áttu fé á Britsave-reikningunum tapið með sérstökum framlögum úr ríkissjóði. Ákvörðunin var umdeild. Margir sökuðu Britsave-reikningshafa um grægði, og setningar eins og "þetta fólk getur sjálfu sér um kennt" og "afhverju á öll þjóðin að blæða fyrir græðgi örfárra?" flugu um netheima. Málið fékkst þó samþykkt á Alþingi með naumum meirihluta. Við umræðurnar lét fjármálaráðherra þau orð falla að vissulega væri málið "ömurlegt í heild sinni" en fleira yrði að gera en gott þætti. Hann fullvissaði þjóðina um að hér væri aðeins um tímabundin útgjöld að ræða. "Þessa peninga munum við sækja til Bretlands, með góðu eða illu!"Britsave II Í byrjun árs 2009 voru fyrstu samningafundirnir í Britsave-deilunni haldnir í Reykjavík. Bretar höfðu þá viðurkennt ábyrgð sína á innstæðunum eftir þrýsting frá Evrópusambandinu og undirritað viljayfirlýsingu (Britsave I) þess efnis. Deilan hafði þá vakið talsverða athygli utan landanna tveggja, ekki síst hin óbilgjarna afstaða Breta, þar sem Britsave-skuldin var einungis brot af þarlendri þjóðarframleiðslu. Breska stjórnin taldi málið þó mikilvægt því það hefði "ótvírætt fordæmisgildi". Snemmsumars lágu samningsdrög fyrir og voru skömmu síðar lögð fyrir breska þingið en mættu þar mikilli andstöðu. Harðastir gegn samningunum voru samflokksmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem nú gegndi embætti seðlabankastjóra. Umræður um málið urðu hatrammar og stóðu með hléum allt til áramóta þegar Britsave II var loks samþykkt í breska þinginu með stuðningi nokkurra þingmanna úr minnihlutanum. Samkvæmt samningunum skuldbundu Bretar sig til að láta þrotabú British Avland bankans ganga upp í Britsave-skuld þeirra við Íslendinga og greiða síðan eftirstöðvarnar á tíu árum.Óvænt útspil Hin langa saga málsins tók hinsvegar óvæntan snúning þegar Englandsdrottning beitti fornu lagaákvæði, sem aðeins einu sinni áður hafði verið virkjað í breskri sögu, og vísaði málinu í þjóðaratkvæði. Meginrök drottningar voru þau að "gjá hefði myndast milli þings og þjóðar", en deilan brann heitt á breskum almenningi sem leit á Britsave-málið sem prófstein á það að græðgi fjárglæframanna nyti ekki ábyrgðar ríkissjóðs. Vikurnar á undan höfðu nýstofnuð samtök áhugafólks, ItDepends, safnað yfir 30 milljón undirskriftum sem skoruðu á drottningu að synja lögunum staðfestingar. Til að gera langa sögu stutta felldi breska þjóðin málið í þjóðaratkvæðagreiðslu með miklum meirihluta. Viðbrögðin á Íslandi létu ekki á sér standa. Ný tegund mótmæla varð til þess að flugfélögin Icelandair og Iceland Express lögðu endanlega niður flug til Bretlandseyja, og stuttu síðar varð Framhaldsskólinn á Húsavík fyrstur skóla til að leggja alfarið niður kennslu í ensku. Sjálfhætt var hjá íslensku leikmönnunum í enska boltanum og þeir komu saman heim með Goðafossi í lok janúar. Þá var hárgreiðslukona úr Grindavík hætt komin er hún kveikti í sér á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna.Britsave III Við tók ný samningalota sem, vegna þingkosninga og stjórnarskipta í Bretlandi, lauk ekki fyrr en síðla hausts 2010. Skipuð hafði verið ný samninganefnd fyrir Íslands hönd, undir forystu bandaríska samningamannsins Lee Bullhawk. Bretar mættu einnig með nýskipað lið. Fyrir nefnd þeirra fór Daninn Jesper Poulsen, sem samkvæmt breskum dagblöðum var talinn "þekkja vel hugarfar hinnar óbilgjörnu norrænu eyjþjóðar". Ráðning hans lagðist illa í marga Íslendinga og samfara nýtilkomnu Bretahatri gekk hið fræga Danahatur í endurnýjun lífdaga. Nýr samningur í Britsave-málinu lá fyrir í lok nóvember. Ekki voru allir sannfærðir um ágæti hans. Í Silfri Egils og fleiri þáttum fullvissuðu íslensku samningamennirnir þjóð sína um að lengra yrði ekki komist gagnvart þessari "þrjósku og nísku eyþjóð" á meðan sömu menn voru í símatímum útvarpsstöðva sakaðir um landráð. Í Bretlandi risu deilurnar þó öllu hærra. Þarlendir sérfræðingar í Evrópurétti, sem og lagaprófessorar við háskólana í Oxford og Cambridge, fullyrtu að Bretum bæri "engin lagaleg skylda til að bæta það tjón sem breskur einkabanki veldur í öðrum löndum", töluðu um "prinsippmál" og vildu láta reyna á "dómstólaleiðina". Aðrir töldu þó farsælla að leysa málið með samningum, ella gæti það endað fyrir Evrópudómstólnum þar sem Bretar ættu síður von á góðu, í ljósi þess hvernig deilan hófst. Eftir stutta en snarpa umræðu í breska þinginu var Britsave III samþykkt með traustum meirihluta atkvæða. "Það er gott að fá þetta mál út úr heiminum," sagði stjórnarþingmaður í viðtali við Sky fréttastöðina.Þjóðin sem löggjafi Elísabet önnur Englandsdrottning var þó ekki á sama máli. Eftir að hafa tekið sér tveggja sólarhringa umhugsunarfrest ákvað hún að vísa hinum nýju samningum til þjóðarinnar, rétt eins og þeim fyrri. "Það grundvallaratriði hlýtur því að ráða niðurstöðu krúnunnar, hvað sem líður kostum hinna nýju samninga, að þjóðin fór með löggjafarvald í Britsave-málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að þingið ráði nú eitt niðurstöðu málsins." Tilkynningu Bretadrottningar var sjónvarpað beint á Íslandi og óhætt er að segja að landið hafi nötrað í kjölfarið. Forsætisráðherra hvatti fólk til stillingar en þrátt fyrir það söfnuðust um það bil tvö þúsund manns við breska sendiráðið og létu ófriðlega. Bretahatrið náði nýjum hæðum. Fremstir í flokki fóru Evrópuandstæðingar, anarkistar, ungir andkapítalistar og nýstofnaður flokkur þjóðernissinnaðra hægrimanna, Heimavörn. Var þess krafist að Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta þegar í stað og sendiráðinu í Lundúnum yrði lokað. Á stærstu gatnamótum höfuðborgarinnar birtust níðmyndir af Englandsdrottningu sem og andsamkynhneigð slagorð um leikarann og sjónvarpsmanninn Stephen Fry. Þá voru tvær naktar brúður sem hengdar höfðu verið í göngubrú yfir Miklabraut látnar óáreittar af lögreglu. Brúðurnar, sem héngu í hengingaról og skörtuðu áberandi kynfærum, sýndu andlit Karls Bretaprins og Camillu konu hans. Eftir að rúður höfðu verið brotnar á skemmtistaðnum Players og fleiri boltabörum ákvað Stöð 2 Sport síðan að leggja niður útsendingar frá leikjum í enska boltanum. RÚV brást við með því að fresta frekari sýningum á bresku sjónvarpsefni, svo sem Skúla skelfi, Taggart og Dauðir rísa.Amman og dópið Nú er aðeins tæpur mánuður þar til Bretar ganga að kjörborðinu. Margir Íslendingar láta sér fátt um finnast á meðan aðrir fylgjast með kosningabaráttunni í gegnum breskar sjónvarpsstöðvar og netsíður, en flestir íslenskir fjölmiðlar hafa nú úthýst öllum fréttum frá Bretlandi. Sjónarmiðin sem heyrast eru söm og áður. Andstæðingar samninganna fullyrða að það sé "ekkert í evrópskri löggjöf sem skipar okkur að borga Britsave" á meðan fylgjendur þeirra vilja "sýna Íslendingum sanngirni". Í vikunni sem leið vakti sjónvarpskonan Urmee Dhai nokkra athygli er hún lýsti því yfir í þætti sínum að "Bretar verði þó að horfast í augu við þá staðreynd að hér fór breskur banki ránshendi um íslensk heimili." Sjónarmið hennar þótti þó missa vægi er breskir miðlar greindu frá vinskap hennar við íslensku forsetafrúna. Hinn kunni dálkahöfundur Guardian, Arthur Donaly, orðaði andstæð sjónarmið er hann þvertók fyrir að Britsave-málið væri hefðbundin milliríkjadeila. "Málið er miklu stærra en svo. Það snýst um þá einföldu kröfu að almenningur sé ekki látinn blæða fyrir asnaskap gráðugra bankamanna. Afhverju ætti amma gamla að greiða fíkniefnaskuld barnabarnsins?" Vöruflutningabílstjóri á Bíldudal, sem tapað hafði "heilsunni og fjölskyldunni" á Britsave, brást við þeim orðum með því að brenna breska fánann í garðinum hjá sér, í fimmtánda sinn. Nýjustu skoðanakannanir sýna að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar geta farið á hvorn veginn sem er. Kosið verður 9. apríl.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun