Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt 23. maí 2011 06:50 Eldgosið í Grímsvötnum. Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira