La Primavera hættir rekstri - eigendur einbeita sér að Kolabrautinni 28. ágúst 2011 13:35 Hjónin ætla nú að einbeita sér að Kolabrautinni í Hörpunni. Veitingastaðurinn La Primavera í Austurstræti hefur hætt rekstri. Tækjakostur og búnaður hefur verið seldur nýjum eigendum en veitingastaðnum hefur verið lokað samkvæmt tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins. Hjónin Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari og Jónína Kristjánsdóttir, framreiðslumaður hafa átt og rekið La Primavera frá upphafi. Þau opnuðu veitingastaðinn Kolabrautina í tónlistarhúsinu Hörpu í byrjun sumars. Saga La Primavera hófst í Húsi verslunarinnar árið 1993 en flutti á aðra hæð í húsinu númer 9 við Austurstræti í Reykjavík 22. mars 1996 og hefur staðurinn verið þar óslitið í rúm fimmtán ár. Á La Primavera sameinaðist matarhefð frá Norður Ítalíu íslensku úrvalshráefni. La Primavera tók þátt í matarhátíðinni Food and fun frá upphafi. „Auðvitað er mikil eftirsjá af La Primavera. Við höfum átt þar frábæra tíma og kynnst gríðarlega mörgum góðum og traustum viðskiptavinum. Nú er hins vegar svo komið að Kolabrautin tekur allan okkar tíma og orku. Við ákváðum því að hætta rekstri La Primavera og einbeita okkur eingöngu að Kolabrautinni. Nafnið La Primavera verður áfram í okkar eigu og aldrei að vita hvar það kann að birtast á nýjan leik eða undir hvaða formerkjum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum okkar viðskiptavinum, starfsfólki og birgjum fyrir gott og farsælt samstarf þann tíma sem La Primavera var í rekstri," segir Leifur um ljúfsár þáttaskil í lífi sínu. Food and Fun Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Veitingastaðurinn La Primavera í Austurstræti hefur hætt rekstri. Tækjakostur og búnaður hefur verið seldur nýjum eigendum en veitingastaðnum hefur verið lokað samkvæmt tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins. Hjónin Leifur Kolbeinsson, matreiðslumeistari og Jónína Kristjánsdóttir, framreiðslumaður hafa átt og rekið La Primavera frá upphafi. Þau opnuðu veitingastaðinn Kolabrautina í tónlistarhúsinu Hörpu í byrjun sumars. Saga La Primavera hófst í Húsi verslunarinnar árið 1993 en flutti á aðra hæð í húsinu númer 9 við Austurstræti í Reykjavík 22. mars 1996 og hefur staðurinn verið þar óslitið í rúm fimmtán ár. Á La Primavera sameinaðist matarhefð frá Norður Ítalíu íslensku úrvalshráefni. La Primavera tók þátt í matarhátíðinni Food and fun frá upphafi. „Auðvitað er mikil eftirsjá af La Primavera. Við höfum átt þar frábæra tíma og kynnst gríðarlega mörgum góðum og traustum viðskiptavinum. Nú er hins vegar svo komið að Kolabrautin tekur allan okkar tíma og orku. Við ákváðum því að hætta rekstri La Primavera og einbeita okkur eingöngu að Kolabrautinni. Nafnið La Primavera verður áfram í okkar eigu og aldrei að vita hvar það kann að birtast á nýjan leik eða undir hvaða formerkjum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum okkar viðskiptavinum, starfsfólki og birgjum fyrir gott og farsælt samstarf þann tíma sem La Primavera var í rekstri," segir Leifur um ljúfsár þáttaskil í lífi sínu.
Food and Fun Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira