Erlent

Dómarinn þaggaði niður í Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breivik var færður fyrir dómara í hvítum fangaflutningabíl.
Breivik var færður fyrir dómara í hvítum fangaflutningabíl. Mynd/ AFP.
Gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik var framlengt um átta vikur í dag. Þar af verður hann í fjórar vikur í einangrun, samkvæmt ákvörðun dómara í Osló. Breivik hefur sem kunnugt er játað að hafa orðið 77 manns að bana í hryðjuverkunum í Osló og Útey þann 22. júlí síðastliðinn.

Breivik var járnaður á fótum þegar hann mætti í dómsal í dag en var ekki með handjárn. Samkvæmt frásögn norska ríkisútvarpsins hafði hann ráðgert að halda ræðu fyrir réttinum. Dómari taldi hins vegar að hann mætti ekki tjá sig við þetta tækifæri og þaggaði því niður í honum. Hann lét sér ekki segjast og því þurfti dómarinn að áminna hann nokkrum sinnum um að hann mætti ekki tjá sig.

„Það voru engin sérstök viðbrögð,“ sagði Anne Margrethe Lund dómari, þegar hún var spurð að því hvernig Breivik hefði brugðist við því að hafa verið þaggaður niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×