Innlent

Á þriðja hundrað manns vinna að Game of Thrones

Á þriðja hundrað manns vinna að gerð bandarísku sjónvarpsþáttanna Game of Thrones við rætur Vatnajökuls. Mögulegt er að frekari upptökur fari hér fram á næstu misserum.

Það er bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sem framleiðir þættina sem eru einhvers konar blanda af spennu- og ævintýraþáttum. Þeir hafa notið mikilla vinsælda, meðal annars hlotið Emmy verðlaun og verið sýndir hér á landi.

Fjölmennt lið kom hingað til lands til að vinna að gerð þáttanna en auk þess taka um hundrað og fjörtíu Íslendingar þátt í verkefninu. Meðframleiðandi þáttanna sem staddur er hér á landi segir það koma til greina að koma aftur hingað til lands og taka meira upp ef gott gengi þáttanna helst.

Meðal þeirra sem eru staddir á landinu er Kit Harrington sem hefur verið kallaður næsti hjartaknúsari draumaborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×