Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu 30. nóvember 2011 13:19 Héraðsdómur Reykjavíkur ly Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..." Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..."
Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira