Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu 30. nóvember 2011 13:19 Héraðsdómur Reykjavíkur ly Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..." Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..."
Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira