Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2011 18:30 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira